Sveitarstjórnarfundur nr. 469

12.12.2022 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 469

Mánudaginn 12. desember 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Skipulagsmál;

a. Endurskoðun aðalskipulags.

b. Deiliskipulag í vinnslu.

c. Erindi frá Pawel Zadkowski.

Dagskrárlið frestað til næsta fundar vegna forfalla skipulagsfulltrúa.

  1. Málefni Útgerðarminjasafnsins á Grenivík.

Stjórn Útgerðarminjasafnsins kom á fund sveitarstjórnar og kynnti starfsemi safnins og hugmynd um byggingu sjóbúðar yfir bátinn Hermann TH-34. Sveitarstjórn líst vel á hugmyndir um uppbyggingu við safnið og mun stjórn safnsins vinna áfram að fjáröflun og framgangi verkefnisins.

  1. Fundargerð 48. afgreiðslufundar SBE, dags. 25. nóv. 2022.

Fundargerð lögð fram.

Í lið 1 er Guðjóni Arnari Þórsteinssyni veitt byggingarleyfi vegna niðurrifs geymslu á Bárðartjörn (matshluta 02, eldra íbúðarhús).

  1. Erindi frá Sýslumanni, áfengisleyfi v. þorrablóts, dags. 8. des. 2022.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

  1. Mál í samráðsgátt, Grænbók um sveitarstjórnarmál, dags. 25. nóv. 2022.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda inn umsögn um Grænbókina í samráðsgátt stjórnvalda.

  1. Fjárhagsáætlun 2023 – 2026, síðari umræða, framhald.

Fjárhagsáætlun 2023 – 2026, lykiltölur:

(Allar fjárhæðir í þús. kr.)

A-hluti sveitarsjóðs:

       
 

2023

2024

2025

2026

 

 

 

Rekstrartekjur ........................................

544.419

563.474

579.561

594.050

Rekstrargjöld .........................................

(531.433)

(552.159)

(565.884)

(579.447)

Fjármagnsliðir .......................................

(5.673)

(7.672)

(8.763)

(8.982)

Rekstrarniðurstaða

7.313

3.643

4.914

5.620

         
         

Samstæða A og B hluti:

       
 

2023

2024

2025

2026

 

 

 

Rekstrartekjur ........................................

743.377

769.395

790.630

810.396

Rekstrargjöld .........................................

(717.938)

(744.434)

(762.027)

(780.246)

Fjármagnsliðir .......................................

(14.727)

(17.042)

(18.368)

(18.828)

Rekstrarniðurstaða

10.712

7.919

10.235

11.322

 

 

     

Lykiltölur úr sjóðstreymi:

 

     
 

2023

2024

2025

2026

 

 

     

Veltufé frá rekstri .................................

28.047

32.675

39.288

40.689

Handbært fé frá rekstri ........................

26.918

22.312

36.591

39.731

Fjárfestingarhreyfingar ........................

(38.700)

(20.000)

(18.500)

(22.500)

Fjármögnunarhreyfingar ......................

11.782

(2.312)

(18.091)

(17.231)

Handbært fé í árslok ............................

15.000

15.000

15.000

15.000

 

 

     

Aðrar lykiltölur:

 

     

Eiginfjárhlutfall .....................................

51,8%

52,5%

54,0%

55,2%

Skuldaviðmið .........................................

45,6%

43,3%

40,5%

38,2%

 

Síðari umræðu lokið.

Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:51.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson