Sveitarstjórnarfundur nr. 468

05.12.2022 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 468

Mánudaginn 5. desember 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

 

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fjárhagsáætlun 2023 – 2026, síðari umræða, framhald.

Álagningarhlutfall gjalda hjá Grýtubakkahreppi 2023:

Útsvarsprósenta (hámark)     14,52%

Fasteignaskattur A     0,48%

(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)

Fasteignaskattur B (opinberar byggingar)     1,32%

Fasteignaskattur C     1,50%

Vatnsskattur     0,20%

Lóðarleiga af fasteignamati lóða     0,75%

Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar     0,25%

Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald     19,50 kr/m3

Sorphirðugjald:

Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili     kr. 45.738.-

Sumarbústaðir utan Grenivíkur     kr. 21.263.-

Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.

Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):

Flokkur 1     kr. 37.324.-

Flokkur 2     kr. 45.738.-

Flokkur 3     kr. 91.321.-

Flokkur 4     kr. 151.440.-

Flokkur 5     kr. 426.616.-

Flokkur 6     kr. 762.943,-

Sveitarstjórn skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.

Gjaldtaka fyrir losun seyru:

Rotþrær minni en 3.600 l kr. 10.176.-

Rotþrær 3.600 l og stærri kr. 15.265.-

Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:

Nautgripir 361 kr/grip

Sauðfé og geitur 61 kr/grip

Hross 100 kr/grip Grísir 244 kr/grip

Gjalddagar:

8 gjalddagar frá 01.02.2023-01.09.2023 fyrir kr. 30.001.- og hærra

2 gjalddagar, 01.04.2023 og 01.06.2023 fyrir kr. 10.001-30.000.-

1 gjalddagi, 01.05.2023 fyrir lægra en kr. 10.000.-

Vegna mikillar hækkunar á fasteignamati milli ára, sérstaklega á íbúðarhúsnæði á Grenivík, er til mildunar hækkunaráhrifa á gjöld, lækkuð álagningarprósenta vatnsskatts úr 0,25% í 0,20% af fasteignamati. Einnig er gjalddögum fasteignagjalda fjölgað úr 7 í 8.

Sveitarstjórn staðfestir framangreind álagningarhlutföll og gjöld fyrir árið 2023.

Sveitarstjórn staðfestir jafnframt aðrar gjaldskrár og verða þær birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Síðari umræðu frestað.

Níels Guðmundsson endurskoðandi hjá Enor mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 25. nóv. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 16. nóv. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 22. nóv. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 49. afgreiðslufundar SBE, dags. 2. des. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins á Akureyri fyrir árið 2021.

Skýrsla lögð fram.

  1. Lausar lóðir og gatnagerðargjöld, umræða.

Sveitarstjórn samþykkir að framlengja ákvæði um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum við tilbúnar götur á Grenivík þannig; Að lóðir sem sótt er um fyrir árslok 2022 við tilbúnar götur á Grenivík beri ekki gatnagerðargjöld, enda sé framkvæmdatími í samræmi við skilmála í lóðarleigusamningi.

  1. Erindi frá ADHD samtökunum, dags. 16. nóv. 2022.

Sveitarstjórn er reiðubúin að ganga til viðræðna við ADHD samtökin um mögulegt samstarf.

  1. Erindi frá Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis, dags. 15. nóv. 2022.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja málefnið um kr. 60.000,- og rúmast það innan fjárhagsáætlunar.

  1. Erindi, áður vísað til fjárhagsáætlunargerðar;

a. Frá Kvennaathvarfi.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið á Akureyri um kr. 50.000,- á árinu 2023 og verður gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

b. Frá Aflinu.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Aflið um kr. 50.000,- á árinu 2023 og verður gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:31.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson