Sveitarstjórnarfundur nr. 464

24.10.2022 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 464

Mánudaginn 24. október 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Gunnar B. Pálsson, Inga María Sigurbjörnsdóttir og Svala Fanney Snædahl Njálsdóttir sem var mætt í fjarveru Fjólu V. Stefánsdóttur. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:40.

Áður en fundurinn hófst kom byggðaráð Dalvíkurbyggðar í heimsókn og fundaði með sveitarstjórn um sameiginleg málefni og samstarfsmöguleika sveitarfélaga við Eyjafjörð.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. sept og 12. okt. 2022.

Fundargerðir lagðar fram.

 1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 19. okt. 2022.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 11. okt. 2022.

Fundargerð lögð fram. Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir árið 2023 staðfest.

 1. Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 4. og 18. okt. 2022.

Fundargerðir lagðar fram.

 1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 19. okt. 2022.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð 47. afgreiðslufundar SBE, dags. 17. okt. 2022.

Fundargerð lögð fram.

Í lið 1 er Jóhanni Stefánssyni veitt byggingarleyfi vegna nýbyggingar 212,2 fm einbýlishúss á lóðinni Ægissíðu 37 á Grenivík.

Í lið 2 er Hreini Skúla Erhardssyni veitt byggingarheimild vegna 37 fm viðbyggingar við íbúðarhús á lóðinni Lækjarvöllum 11 á Grenivík.

 1. Flugklasinn Air66N, skýrsla og erindi, dags. 5. okt. 2022.

Erindi vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

 1. Skipulagsmál, erindi frá Ásgeiri Tuma Ingólfssyni, hliðrun byggingarreits, dags. 18. okt. 2022.

Ásgeir Tumi sækir um tilfærslu á byggingarreit á lóðinni Ægissíðu 6 á Grenivík um 2 metra til suðurs, eða í átt að þvottaplani.

Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.

 1. Frá velferðarsviði Akureyrar, nýjar reglur, dags. 3. og 14. okt. 2022;

         a.  Reglur um stoðþjónustu, til kynningar.

              Erindi lagt fram.

         b.  Reglur um stuðningsþjónustu, til umsagnar.

              Erindi lagt fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagðar reglur um stuðningsþjónustu.

         c.  Reglur um notendasamninga, til umsagnar.

              Erindi lagt fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagðar reglur um notendasamninga.

 1. Rjúpnalandið í Hvammi, niðurstöður útboðs.

Eftir auglýsingu barst eitt tilboð í rjúpnalandið í Hvammi frá Ásgeiri í Höfða ehf. að upphæð 525.300 kr. per ár. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu fyrir árin 2022 og 2023.

 1. Erindi frá skólastjóra Grenivíkurskóla, hádegisgæsla nemenda, dags. 7. okt. 2022.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 1. Erindi frá Kvennaathvarfinu, dags. 6. okt. 2022.

Erindi vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

 1. Frá forsætisráðuneyti, jafnréttisþing 2022, haldið 26. okt. 2022.

Erindi lagt fram.

 1. Boð á aðalfund Landssambands landeigenda, haldinn 4. nóv. 2022.

Erindi lagt fram.

 1. Fjárhagsáætlun 2023 – 2026.

Rætt um gjaldskrár og álagningarprósentur. Umræðu frestað.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:09

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson