Sveitarstjórnarfundur nr. 462

19.09.2022 00:00

Mánudaginn 19. september 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 7. sept 2022.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð aðalfundar SBE, dags. 6. sept. 2022.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð 45. afgreiðslufundar SBE, dags. 2. sept 2022.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar, dags. 29. ágúst 2022.

Fundargerð lögð fram.

 1. Skipulagsmál.

a. Erindi frá Þingeyjarsveit, breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar, en lýsir áhyggjum af stöðu Reykjaveitu með tilliti til afhendingaröryggis á heitu vatni og beinir því til Norðurorku að tryggja afhendingaröryggi veitunnar til framtíðar.

b. Höfðagata 3 – 5

Fyrir fundinum liggja uppdrættir á vinnslustigi af fimm íbúða raðhúsi sem Landsbyggðarhús ehf. hyggjast byggja á lóðinni Höfðagötu 3-5 á Grenivík. Deiliskipulag er ekki fyrir hendi á svæðinu en það er skilgreint sem íbúðarsvæði (ÍB105) í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og samræmast byggingaráformin skipulagi að því leyti.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa byggingaráformunum í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningarinnar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki koma fram andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá lið c. undir skipulagsmál.

Afbrigði samþykkt.

c. Ægissíða 37.

Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um byggingaráform Jóhanns Stefánssonar á lóðinni Ægissíðu 37, en í áformunum felst að einbýlishús á lóðinni myndi standa um 1,0 m suður úr byggingarreit skv. gildandi deiliskipulagi. Erindinu fylgir afstöðumynd frá Stefáni Ingólfssyni arkitekt dags. 1. sept. 2022.

Sveitarstjórn heimilar ofangreint frávik frá deiliskipulagi á grundvelli gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

 1. Rjúpnalandið í Hvammi.

Ákveðið að bjóða út rjúpnaveiði í Hvammslandi í haust með sama sniði og verið hefur.

 1. Lántaka vegna framkvæmda ársins.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með að taka lán skv. áður samþykktri fjárfestingaáætlun, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 25.000.000,- til allt að 34 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda ársins, s.s. endurnýjun í Grenivíkurskóla, snyrtingar og anddyri, lok á uppsetningu nýrra miðlunartanka við vatnsveitu og fl., sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni kt. 260861-2479, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 1. Slökkvilið Grýtubakkahrepps, gjaldskrá, síðari umræða.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá og felur sveitarstjóra að undirrita hana og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

 1. Erindi frá slökkviliðsstjóra, kaup á slökkvigöllum v. stækkunar liðsins, dags. 14. sept. 2022.

Sveitarstjórn samþykkir erindið. Viðauki við fjárhagsáætlun verður gerður þegar kostnaður vegna kaupanna liggur fyrir.

 1. Málefni Grenilundar.

Sveitarstjórn fór yfir stöðuna á Grenilundi. Mönnunarstaða er þröng og ákveðið að bjóða tímabundið eina íbúð í eigu sveitarfélagsins til leigu fyrir nýtt starfsfólk á Grenilundi. Það er von sveitarstjórnar að þessi aðgerð hjálpi til við að leysa þann mönnunarvanda sem til staðar er.

 1. Fjárhagsáætlun 2023 - 2026.

Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar. Umræðu frestað.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:58.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson