Sveitarstjórnarfundur nr. 459

11.07.2022 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 459

Mánudaginn 11. júlí 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 20. maí og 23. júní 2022.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE dags. 8. júní 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SBE, dags. 20. júní 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir 41., 42. og 43. afgreiðslufunda SBE, dags. 21. júní, 1. júlí og 7. júlí 2022.

Fundargerðirnar lagðar fram.

Í lið 1 á fundi nr. 43 er Pharmarctica ehf. veitt byggingarleyfi vegna 1.507,1 fm viðbyggingar að Lundsbraut 2 á Grenivík.

Í lið 2 á fundi nr. 43 er Kristni Ásmundssyni veitt byggingarleyfi vegna nýbyggingar 150,9 fm einbýlishúss, 289,7 fm skemmu og 55,3 fm gestahúss á jörðinni Höfðafitjum í Grýtubakkahreppi.

  1. Skipulagsmál.

a.  Lóðarumsókn, Höfðagata 3 og 5.

Indriði Þröstur Gunnlaugsson, fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags, sækir um lóðirnar nr. 3 og 5 við Höfðagötu á Grenivík, til byggingar á raðhúsi.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og úthlutar lóðum Höfðagötu 3 og 5 til Indriða Þrastar f.h. væntanlegs einkahlutafélags.

b.  Lóðarumsókn, Höfðagata 6.

Lóðinni að Höfðagötu 6 var áður úthlutað til Indriða Þrastar Gunnlaugssonar f.h. óstofnaðs hlutafélags. Hann hefur með tölvupósti dags. 8. júlí 2022 óskað eftir að skila lóðinni og er orðið við þeirri ósk.

Leifur Þór Heimisson kt: 290785-2949 og Vilborg Hrund Kolbeinsdóttir kt: 271182-4069 sækja um lóðina Höfðagötu 6 til byggingar á íbúðarhúsi.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni nr. 6 við Höfðagötu til þeirra Leifs Þórs og Vilborgar Hrundar.

c.  Landamerki milli Höfða 1, Höfðafitjar og Hóls annarsvegar og Grenivíkur hinsvegar.

Fyrir fundinum liggur hnitsettur uppdráttur af landamerkjum jarðanna, unninn af Búgarði, dags. 27. maí 2022 og uppkast að landamerkjayfirlýsingu. Sveitarstjórn staðfestir uppdráttinn og yfirlýsinguna fyrir sitt leyti, og veitir sveitarstjóra umboð til áritunar þessara gagna.

d.  Deiliskipulag í Skólabrekku, endurskoðun aðalskipulags, forsendur.

Farið yfir og rætt um skipulagsforsendur v. deiliskipulags og endurskoðunar aðalskipulags m.t.t. mögulegrar þróunar byggðar á Grenivík til framtíðar.

  1. Frá innviðaráðuneyti, gagnaöflun vegna stefnumótunar, dags. 20. júní 2022.

Erindi lagt fram.

  1. Frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, v. ársreiknings 2021, dags. 23. júní 2022.

Erindi lagt fram.

  1. Frá skólastjóra Grenivíkurskóla;

a.  Ársskýrsla Grenivíkurskóla 2021-2022.

Ársskýrslan lögð fram.

b.  Skýrsla um innra mat Grenivíkurskóla 2021-2022.

Skýrsla lögð fram.

  1. Frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar, fjárhagsáætlun f. haustönn, dags. 13. júní 2022.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun TE, sem rímar við fjárhagsáætlun hreppsins.

  1. Frá Norðurorku, boð á hluthafafund, haldinn 26. júlí 2022.

Þröstur Friðfinnsson fer með umboð hreppsins á fundinum.

  1. Frá SSNE, skipun í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu, dags. 27. júní 2022.

Fyrri skipun sveitarstjórnar í starfshópinn, frá sveitarstjórnarfundi þann 28. febrúar sl., stendur.

  1. Frá SSNE, erindi v. samstarfs sveitarfélaga í úrgangsmálum, dags. 22. júní 2022.

Grýtubakkahreppur samþykkir að taka þátt í því samstarfi sveitarfélaga sem fjallað er um í erindinu.

  1. Frá UMFÍ, ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin 9. til 11. sept. 2022.

Erindi lagt fram.

  1. Fundargerð íbúafundar, dags. 28. apríl 2022.

Fundargerð lögð fram.

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:26.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.