Sveitarstjórnarfundur nr. 458

13.06.2022 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 458

Mánudaginn 13. júní 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Hjólaleiðir í Grýtubakkahreppi, erindi frá Scandic mountain guides / Höfði Lodge, dags. 9. júní 2022.

Á fundinn mættu Björn Ingason og Björgvin Björgvinsson og kynntu hugmyndir um þróun hjólaleiða í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn líst vel á hugmyndirnar og lagði til að vinna verkefnið í samvinnu við hjólafólk í hreppnum.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 7. júní 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Skipulagsmál.

         a.  Lóðarumsókn, Lækjarvellir 3.

         Jónsson ehf. kt. 470716-1500 sækir um lóðina nr. 3 við Lækjarvelli á Grenivík fyrir byggingu parhúss.

         Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og úthlutar lóðinni Lækjarvöllum 3 til J.Jónsson ehf.

         b.  Lóðarumsókn, Höfðagata 7.

         Birgitta Anna Sigursteinsdóttir kt. 160172-4959, sækir um lóðina nr. 7 við Höfðagötu til byggingar á íbúðarhúsi.

         Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og úthlutar lóðinni Höfðagötu 7 til Birgittu Önnu.

         c.  Lóðarumsókn, Höfðagata 4 – 6.

Indriði Þröstur Gunnlaugsson, fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags, sækir um lóðirnar nr. 4 og 6 við Höfðagötu á Grenivík, til byggingar á íbúðarhúsnæði.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og úthlutar lóðum Höfðagötu 4 til 6 til Indriða Þrastar f.h. væntanlegs einkahlutafélags.

  1. Skipun í nefndir og stjórnir á vegum Grýtubakkahrepps;

Landbúnaðar- og umhverfisnefnd: Margrét Melstað, Þorgeir Rúnar Finnsson, Guðjón Þórsteinsson, Stefanie Lohmann og Hildur Þorsteinsdóttir skipuð aðalmenn. Ásta Fönn Flosadóttir, Anna Bára Bergvinsdóttir og Sigurjón Þór Vignissons skipuð varamenn.

Fræðslu- og æskulýðsnefnd: Sigrún Björnsdóttir, Elín Jakobsdóttir, Hildur Björk Benediktsdóttir, Gísli Gunnar Oddgeirsson og Gunnar Björgvin Pálsson skipuð aðalmenn. Helga Margrét Freysdóttir, Bjarni Arason og Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir skipuð varamenn.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd: Gísli Gunnar Oddgeirsson, Sigrún Björnsdóttir og Inga María Sigurbjörnsdóttir skipuð aðalmenn. Svala Fanney Snædahl Njálsdóttir og Hildur Björk Benediktsdóttir skipaðar varamenn.

Bókasafnsnefnd: Inga María Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Björg Haraldsdóttir og Þórunn Indíana Lúthersdóttir skipaðar aðalmenn. Guðni Sigþórsson og Hafsteinn Sigfússon skipaðir varamenn.

Kjörstjórn Grýtubakkahrepps: Jón Helgi Pétursson, Viðar Júlíusson og Elín Sigurðardóttir skipuð aðalmenn. Heiða Elín Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Sæmundsson skipuð varamenn.

Fjallskilastjóri Grýtubakkahrepps: Þórarinn Ingi Pétursson skipaður fjallskilastjóri.

Stjórn Útgerðarminjasafnsins á Grenivík: Björn Ingólfsson (til vara: Fjóla Stefánsdóttir), Margrét Jóhannsdóttir (til vara: Ásta Ísaksdóttir) og Guðný Sverrisdóttir (til vara: Jóhann Ingólfsson) skipuð í stjórn.

Fulltrúi í stjórn Tónlistarskóla Eyjafjarðar: Þorgeir Rúnar Finnsson skipaður aðalmaður. Margrét Melstað skipuð varamaður.

Fulltrúi í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar: Þröstur Friðfinnsson skipaður aðalmaður og Margrét Melstað skipuð varamaður.

Fulltrúi í stjórn Hafnasamlags Norðurlands: Þröstur Friðfinnsson skipaður fulltrúi.

Fulltrúi (eða varafulltrúi) Grýtubakkahrepps og Þingeyjarsveitar í stjórn SSNE: Þröstur Friðfinnsson skipaður fulltrúi.

Fulltrúi (eða varafulltrúi) Grýtubakkahrepps og Svalbarðsstrandarhrepps í stjórn Minjasafnsins á Akureyri: Inga María Sigurbjörnsdóttir skipuð fulltrúi.

Fulltrúar Grýtubakkahrepps á þing SSNE: Gísli Gunnar Oddgeirsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir skipuð aðalmenn. Þorgeir Rúnar Finnsson og Fjóla Stefánsdóttir skipuð varamenn.

  1. Frá dómsmálaráðuneyti, mál í samráðsgátt, áform um breytingar á kosningalögum, dags. 30. maí 2022.

Sveitarstjórn vísar til bókunar sinnar frá 11. apríl s.l. og felur sveitarstjóra að senda bókunina á ný, í samráðsgáttina að þessu sinni.

  1. Frá innviðaráðuneyti, vinnustofa um almenningssamgöngur á Íslandi, haldin 15. júní 2022.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Landvernd og fl., Menntun til sjálfbærni, dags. 27. maí 2022.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá FA, áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda v. fasteignaskatts, dags. 31. maí 2022.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn ræddi mikla hækkun á fasteignamati í sveitarfélaginu. Málið verður skoðað að nýju við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

  1. Erindi frá SSNE, Málþing Veltek um heilbrigðis- og velferðarþjónustu í Hofi haldið 24. júní 2022.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Önnu Steinlaugu Ingólfsdóttur, sólpallur við Kirkjuveg 1d.

Sveitarstjórn samþykkir að steypa verönd við Kirkjuveg 1a og Kirkjuveg 1d samkvæmt framlagðri kostnaðaráætlun. Heildarkostnaður áætlaður 730.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárfestingaáætlun ársins sem því nemur sem fjármögnuð verður með handbæru fé.

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:08.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.