Sveitarstjórnarfundur nr. 455

09.05.2022 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 455

Mánudaginn 9. maí 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. apríl 2022.

Lagt fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 27. apríl 2022.

Lagt fram.

  1. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 4. maí 2022.

Lagt fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 11. apríl 2022.

Lagt fram.

  1. Fundargerð 39. afgreiðslufundar SBE, dags. 6. maí 2022.

Lagt fram. Í lið nr.1 er Birgi Má Birgissyni veitt byggingarleyfi vegna nýbyggingar 70,5 fm bílgeymslu við Höfðagötu 1a á Grenivík.

  1. 6. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 3. maí 2022.

Lagt fram.

  1. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, uppfærðar starfsreglur, dags. 3. maí 2022.

Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar sem nefndin samþykkti á fundi sínum þann 3. maí 2022.

  1. Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, skýrsla, brotthvarf úr framhaldsskólum, dags. 4. maí 2022.

Lagt fram.

  1. Frá Almannavörnum/Lögrelgustj. Nl.E., Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda, dags. 4. maí 2022.

Lagt fram.

  1. Bókun byggðaráðs Dalvíkurbyggðar, þyrlumál ofl, dags. 19. apríl 2022.

Lagt fram.

  1. Erindi frá N4, Að norðan, stuðningur við þáttagerð, dags. 3. maí 2022.

Erindinu hafnað, breyttar forsendur frá fyrri bókunum.

  1. Markaðsstofa Norðurlands, aðalfundarboð, haldinn 19. maí 2022.

Lagt fram.

  1. Minjasafnið á Akureyri, aðalfundarboð, haldinn 12. maí 2022.

Þröstur Friðfinnsson fer með umboð hreppsins á fundinum.

  1. Frá Jafnréttisstofu, Konur gára vatnið, ráðstefna, haldin 11. maí 2022.

Lagt fram.

Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá lið nr.15. Afbrigði samþykkt.

  1. Sparisjóður Höfðhverfinga, aðalfundarboð, haldinn 19.maí 2022.

Fjóla V. Stefánsdóttir fer með umboð hreppsins á fundinum.

  1. Nýsköpun í dreifðum byggðum, frá vefstofum, dags. 6. maí 2022.

Til kynningar.

  1. Umsókn um lóð, dags. 2. maí 2022.

Afgreiðslu erindisins frestað að ósk umsækjenda.

  1. Laun í Vinnuskóla Grýtubakkahrepps, sumarið 2022.

Laun með orlofi sumarið 2022 verða þannig:

                                   Dagvinna            Yfirvinna

14 ára á árinu          kr. 1.050,21       kr. 1.773,41

15 ára á árinu          kr. 1.216,04       kr. 2.053,42

16 ára á árinu          kr. 1.796,42       kr. 3.033,46

Taflan tekur breytingum með kjarasamningum.

Sveitarstjórn staðfestir launatöfluna.

  1. Brunavarnaráætlun Grýtubakkahrepps.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

  1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2021 lagður fram, síðari umræða.

Lagður fram ársreikningur 2021, ásamt endurskoðunarskýrslu, skuldbindingayfirliti og staðfestingarbréfi stjórnenda.

Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:

Sveitarsjóður                                   A hluti                 A og B hluti saman

Rekstrartekjur alls                         470.426                             650.909

Rekstrargjöld alls                          518.448                             679.832

Fjám.tekjur og (fjármagnsgjöld)        7.612                               (1.802)

Rekstrarniðurstaða (neikvæð)       (40.410)                            (30.726)

Eigið fé í árslok                                                                       421.850 (55,2%)

Ársreikningur samþykktur og undirritaður, skuldbindingayfirlit einnig undirritað.

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:03.

Fundargerð ritaði Margrét Melstað.