Sveitarstjórnarfundur nr. 454

25.04.2022 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 454

Mánudaginn 25. apríl 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:45.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 13. apríl 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 4. apríl 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Norðurá bs., ársreikningur og gögn frá aðalfundi.

Lagt fram.

  1. Skýrsla Flugklasans AIR 66N, dags. 19. apríl 2022.

Lagt fram.

  1. Tökum flugið, ráðstefna haldin í Hofi 26. apríl 2022.

Lagt fram.

  1. 6. Boð á aðalfund Hafnasamlags Norðurlands, 27. apríl 2022.

Þröstur Friðfinnsson fer með umboð hreppsins á fundinum.

  1. Boð á aðalfund Símey, 27. apríl 2022.

Lagt fram.

  1. Erindi frá eigendum Finnastaða, skipting jarðar, dags. 7. apríl 2022.

Lagt fram landamerkjabréf ásamt hnitsettum kortum af landamerkjum milli Finnastaða I og Finnastaða II. Sveitarstjórn samþykkir framlögð landamerkjagögn fyrir sitt leyti.

  1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2021 lagður fram, fyrri umræða.

Farið yfir ársreikning 2021, fyrri umræðu lokið.

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00.

Fundargerð ritaði Margrét Melstað.