Sveitarstjórnarfundur nr. 451

14.03.2022 00:00

Mánudaginn 14. mars 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Margrét Melstað, Gunnar B. Pálsson, Gísli Gunnar Oddgeirsson, Arnþór Pétursson sem mætir í fjarveru Fjólu V. Stefánsdóttur og Sigrún Björnsdóttir sem mætir í fjarveru Haraldar Níelssonar.

Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. feb. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 9. mars 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 9. mars 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Boð á ársþing SSNE, haldið á Húsavík 8.-9. apríl 2022.

Lagt fram.

  1. Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga, haldinn 1. apríl 2022.

Lagt fram.

  1. Skipulags- og byggingamál.

a. Erindi frá Ásgeiri Tuma Ingólfssyni, v. Ægissíðu 6, breyting lóðarmarka milli lóða nr. 6. og 8.

Ásgeir Tumi Ingólfsson hefur óskað eftir stækkun lóðar sinnar að Ægissíðu 6 þannig að lóðarmörkin færist um 250 cm inn á lóð nr. 8 við Ægissíðu og skerðist sú lóð að sama skapi. Lóðarhafar Ægissíðu 8 hafa samþykkt ósk Ásgeirs fyrir sitt leyti. Sveitarstjórn samþykkir færslu lóðarmarka eins og erindið er fyrir lagt og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu með formlegum hætti.

b. Ægissíða 14, samræmi fyrirhugaðra bygginga við deiliskipulag.

Sveitarstjórn telur að kynnt áform um byggingu tveggja lítilla húsa á lóðinni nr. 14 við Ægissíðu, skv uppdráttum frá Kollgátu dags. 2. febrúar 2022, rúmist innan skilmála gilds deiliskipulags af svæðinu og er samþykk þeim.

c. Ægissíða 37, lóðarumsókn.

Með erindi dags. 28. febrúar 2022 sækir Jóhann Stefánsson kt. 171182-5069, um lóðina nr. 37 við Ægissíðu á Grenivík.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og úthlutar lóðinni til Jóhanns.

  1. Starfsmannamál.

a. Umsjónarmaður fasteigna Grýtubakkahrepps og húsvörður í Grenivíkurskóla.

Staðan var auglýst í febrúar og kom ein umsókn. Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að ráðningarsamningi við umsækjandann, Stefán Hrafn Stefánsson og felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningunni.

b. Umsjónarmaður Íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis.

Staðan hefur nú verið auglýst í tvígang án þess að umsókn kæmi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita allra leiða til að manna stöðuna, mögulega með frekari auglýsingum.

  1. Frá Félagsmálaráðuneyti, erindi v. móttöku flóttafólks, dags. 9. mars 2022.

Sveitarstjórn fordæmir hernað Rússlands í Úkraínu og stríðsátök almennt sem aldrei verða farsæl lausn á ágreiningi. Þjóðir ættu að sýna virðingu í samskiptum og leita allra leiða til að leysa ágreining á friðsamlegan hátt.

Sveitarstjórn er reiðubúin að vinna að móttöku flóttamanna frá Úkraínu í samstarfi við nágrannasveitarfélög, þó húsnæði sé mjög af skornum skammti í Grýtubakkahreppi um þessar mundir.

  1. Frá sýslumanni Nl. Eystra, umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi veitinga, dags. 1. mars 2022.

Rauðhylur ehf. sækir um veitingaleyfi C, flokkur III. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna.

  1. Erindi frá Sveitarfélaginu Vogum, áskorun vegna hugmynda um að skerða skipulagsvald sveitarfélagsins með lögum.

Sveitarstjórn varar eindregið við því að skipulagsvald sveitarfélaga sé skert með sérlögum, enda þurfa að vera mjög ríkir almannahagsmunir til að slíkt sé réttlætanlegt.

  1. Erindi frá Norræna félaginu, Dagur Norðurlandanna, dags. 2. mars 2022.

Erindið lagt fram.

  1. Erindi frá Hermanni Gunnari Jónssyni, áform um ljósmyndasýningu, dags. 11. mars 2022.

Sveitarstjórn samþykkir að sækja um styrk vegna sýningarinnar til styrktarsjóðs EBI.

Sigrún Björnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Varaoddviti leitar afbrigða til að taka lið nr. 13 á dagskrá. Afbrigði samþykkt.

  1. Erindi frá Guðjóni Þórsteinssyni varðandi kaup eða leigu á Hvammi.

Sveitarstjórn hafnar sölu á landi Hvamms, en felur sveitarstjóra að ræða við Guðjón um leigu á túnum í Hvammi, leiga miðist við leiguverð pr. ha. í öðrum samningum hreppsins um tún.

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:22.

Fundargerð ritaði Þröstur Friðfinnsson.