Sveitarstjórnarfundur nr. 449

14.02.2022 00:00

 

Mánudaginn 14. febrúar 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson, Gísli Gunnar Oddgeirsson og Heimir Ásgeirsson sem mætir í fjarveru Fjólu V. Stefánsdóttur.

Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 1. feb. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir stjórnar SSNE, dags. 28. jan. og 9. feb. 2022.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 28. jan. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 9. feb. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Skipulagsmál.

         a.  Erindi frá Ásgeiri Tuma Ingófssyni, v. Ægissíðu 6.

Ægissíða 6 – frávik frá deiliskipulagi.

Ásgeir Tumi Ingólfsson óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við því að byggingarreitur á lóðinni Ægissíðu 6 verði stækkaður um 160 cm til vesturs (að sjó) og 110 cm til suðurs, auk þess sem heimilað verði að 135 fm íbúðarhús rísi á lóðinni en ekki 120 fm eins og gildandi deiliskipulag fyrirskrifar. Erindinu fylgir afstöðumynd af lóð og tillöguteikning af húsi, unnin af Steinmari Rögnvaldssyni 21. janúar 2022.

Sveitarstjórn telur að beiðnin kalli á óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvalla sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga.

 

Varaoddviti leitar afbrigða til að taka lið b. um skipulagsmál á dagskrá. Afbrigði samþykkt.

b.  Erindi frá Pharmarctica, nýbygging við Lundsbraut/Ægissíðu.

Lundsbraut 2 – viðbygging

Pharmarctica kt. 481102-2270 sækir um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir viðbyggingu við hús á lóðinni Lundsbraut 2. Áformað er að byggja við núverandi húsnæði til suðurs (vesturs) og að viðbyggingin verði tveggja hæða með aðkomu af Ægissíðu.

Sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

  1. Frá innviðaráðuneyti, auglýsing um störf sveitarstjórna, dags. 9. feb. 2022.

Lagt fram.

  1. Frá Umboðsmanni barna, áhrif ákvarðana sveitarstjórna á börn, dags. 28. jan. 2022.

Lagt fram.

  1. Skólaþing 2021 (2022), boð, dags. 9. feb. 2022.

Lagt fram.

  1. Bjarg byggingafélag, kynning, dags. 3. feb. 2022.

Lagt fram.

  1. Samstarf við nágrannasveitarfélög.

Rætt um samstarfið við nágrannasveitarfélögin um þjónustu og þróun þess samstarfs. Sveitarstjóra falið að vinna að málum áfram í takt við umræður og ákvarðanir sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:59.

Fundargerð ritaði Þröstur Friðfinnsson.