Sveitarstjórnarfundur nr. 448

24.01.2022 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 448

Mánudaginn 24. janúar 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 14. jan. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 12. jan. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 17. des. 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Skipun aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins.

Umsjónarmaður fasteigna er skipaður sem aðgengisfulltrúi sveitarfélagsins.

  1. Skipulagsmál.

         a.  Erindi frá Benedikt Sveinssyni og fl., stækkun iðnaðarsvæðis, ný byggingalóð.

Benedikt Sveinsson og Þórður Ólafsson mættu á fund sveitarstjórnar og fóru yfir hugmyndir að byggingarlóð undir nýtt iðnaðarhúsnæði. Sveitarstjórn líst vel á hugmyndirnar og felur sveitarstjóra að vinna að málinu í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

         b.  Erindi frá Höfði Lodge, breyting á deiliskipulagi.

Borist hefur erindi frá Arnþóri Tryggvasyni skipulagsfræðingi hjá AVH sem fyrir hönd Höfða development ehf. óskar eftir að byggingarreitur fyrir 350 fm hesthús sé færður inn á deiliskipulag fyrir Höfða lodge á Skælu. Erindinu fylgir breytingarblað deiliskipulags dags. 13. janúar 2022.

Með vísan til viðmiða í gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 metur sveitarstjórn erindið þannig að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða.

Sveitarstjórn telur að áformin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda sjálfs og samþykkir því skipulagsbreytinguna án grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

         c.  Erindi frá Kristni Ásmundssyni, skipting Höfða 2.

Fyrir fundinum liggur erindi frá Kristni Ásmundssyni sem fer fram á samþykki sveitarstjórnar við afmörkun landeignarinnar Höfðafit úr Höfða 2. Erindinu fylgir skriflegt samþykki eigenda Höfða 2 og Höfða 1, dags. 21. janúar 2022 og hnitsettur uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 22. desember 2021.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

         d.  Erindi frá Kristni Ásmundssyni, byggingareitur í landi Höfðafitjar.

Fyrir fundinum liggur erindi frá Kristni Ásmundssyni sem fer fram á samþykki sveitarstjórnar við byggingarreitum fyrir 150 fm einbýlishús, 60 fm heilsárshús, 300 fm fjölnotahús og 210 fm hringhús/létthús á landeigninni Höfðafit, sem stofnuð verður út úr Höfða 2. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 18. janúar 2022. Erindinu fylgir líka skrifleg yfirlýsing eigenda aðlægs lands.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

         e.  Erindi frá Ástu F. Flosadóttur, leiðrétting lóðarmarka í Höfða 1.

Fyrir fundinum liggur erindi frá Ástu Flosadóttur sem fer fram á samþykki sveitarstjórnar við smávægilegri breytingu á mörkum lóða undir garðávaxtageymslu og íbúðarhús í Höfða 1 (landnúmer L223063 og L223062). Erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 7. desember 2021.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

  1. Erindi frá Guðrúnu Birnu Jóhannsdóttur, sorphirðugjöld, dags. 10. janúar 2022.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

  1. Lög um farsæld barna, samþætting þjónustu, innleiðingarferli.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við nágrannasveitarfélögin, í takt við umræður á fundinum.

Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá fundarlið nr. 8. Afbrigði samþykkt.

  1. Málefni Grenivíkurhafnar.

Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum yfir því hve höfnin er að grynnast og fer fram á að Hafnasamlag Norðurlands skoði aðstæður og sinni dýpkun þannig að tryggt sé að höfnin geti sinnt sínu hlutverki.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:32.

Margrét Melstað ritaði fundargerð