Sveitarstjórnarfundur nr. 446

13.12.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 446

 

Mánudaginn 13. desember 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:30.

Fyrir fund fór sveitarstjórn og heimsótti Leikskólann Krummafót, Slökkvistöðina, Björgunarsveitina Ægi og Íþróttafélagið Magna.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 26. nóv. 2021.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 8. des. 2021.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar SBE, dags. 24. nóv. 2021.

Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun.

 1. Fundargerð 33. afgreiðslufundar SBE, dags. 10. des. 2021.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð fundar Almannavarna með lögreglunni á Nl. eystra, dags. 27. okt. 2021.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð bókasafnsnefndar, dags. 6. des. 2021.

Fundargerð lögð fram.

 1. Skipulagsmál.

         a.  Skipulagslýsing v. íbúðarbyggðar í brekku sunnan Grenivíkurvegar/ Miðgarða.

Kynningu skipulagslýsingar vegna nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði sunnan Miðgarða lauk 10. desember sl. og bárust fimm erindi á kynningartímabilinu. Sveitarstjórn fjallar um innkomin erindi.

Sveitarstjórn samþykkir að hliðra austurmörkum landnotkunarreits 136 ÍB í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins til austurs um u.þ.b. 40 metra eins og lagt er til í erindi Heimis Ásgeirssonar og Ólafar Hjartardóttur og að skipulagsmörk fyrirhugaðs deiliskipulags skuli miðast við svo breyttan landnotkunarreit. Aðalskipulagsbreytingin telst óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að öðru leyti felur sveitarstjórn skipulagshönnuði að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.

Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá lið b um skipulagsmál. Afbrigði samþykkt.

          b.  Deiliskipulag við Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvelli á Grenivík.

Fyrir fundinum liggja skipulagsgögn deiliskipulags Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvalla sem uppfærð hafa verið með hliðsjón af athugasemdum sem fram komu í erindi Skipulagsstofnunar 29. október 2021.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.

Erindi frá Sambandinu, uppfærsla svæðisáætlana, dags. 2. des. 2021.

Lagt fram.

Sveitarstjórn hefur þegar tekið ákvörðun um uppfærslu svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á vettvangi SSNE í samstarfi við önnur sveitarfélög á Norðurlandi, sbr. bókun frá 15. nóvember 2021.

 1. Erindi frá Sambandinu, breytt skipulag barnaverndar, dags. 30. nóv. 2021.

Lagt fram til kynningar.

 1. Ungmennaþing SSNE í Mývatnssveit 25. – 26. nóv., samantekt frá SSNE.

Lagt fram til kynningar.

 1. Erindi frá Norðurorku, ósk um framkvæmdaleyfi vegna borana á rannsóknarholum, dags. 1. des. 2021.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Norðurorku framkvæmdaleyfi til borana á rannsóknarholum, enda liggi fyrir samþykki landeigenda.

 1. Umsókn um lóð, dags. 29. júlí 2021.

Ásgeir Tumi Ingólfsson hefur sótt um lóðina Ægissíðu 6 á Grenivík. Afgreiðsla hefur beðið meðan deiliskipulagsvinna kláraðist.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni nr. 6 við Ægissíðu til Ásgeirs Tuma Ingólfssonar.

 1. Fjárhagsáætlun 2022 – 2025, síðari umræða.

Lykiltölur fjárhagsáætlunar í þús.kr.;

A-hluti sveitarsjóðs:

       
 

2022

2023

2024

2025

 

 

 

Rekstrartekjur ........................................

483.161

492.824

504.681

514.774

Rekstrargjöld .........................................

(488.461)

(499.114)

(510.633)

(519.915)

Fjármagnsliðir .......................................

1.523

553

65

66

Rekstrarniðurstaða

(3.777)

(5.737)

(5.888)

(5.075)

         
         

Samstæða A og B hluti:

       
 

2022

2023

2024

2025

 

 

 

Rekstrartekjur ........................................

662.118

675.360

690.868

704.685

Rekstrargjöld .........................................

(659.381)

(672.554)

(686.765)

(699.635)

Fjármagnsliðir .......................................

2.161

1.204

728

743

Rekstrarniðurstaða

4.898

4.011

4.831

5.792

 

 

     

Lykiltölur úr sjóðstreymi:

 

     

Veltufé frá rekstri .................................

27.898

31.990

41.003

42.774

Handbært fé frá rekstri ........................

34.675

28.888

37.893

39.679

Fjárfestingarhreyfingar ........................

(22.537)

(37.000)

(15.000)

(23.000)

Fjármögnunarhreyfingar ......................

275

2.608

(18.725)

(18.725)

Handbært fé í árslok ............................

15.979

10.475

14.642

12.596

 

 

     

Aðrar lykiltölur:

 

     

Eiginfjárhlutfall .....................................

57,5%

57,2%

58,4%

59,3%

Skuldaviðmið .........................................

41,3%

42,2%

38,9%

37,0%

 

Fjárhagsáætlunin samþykkt.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.19:50.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.