Sveitarstjórnarfundur nr. 444

15.11.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 444

Mánudaginn 15. nóvember 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson, Gísli Gunnar Oddgeirsson og Arnþór Pétursson sem sat fundinn í forföllum Margrétar Melstað. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Staða húsnæðismála á Grenivík, framhald umræðu.

Viðar Helgason kom til viðræðu við sveitarstjórn og kynnti kosti í íbúðaruppbyggingu f.h. Hamra byggingarfélags.

Bríet leigufélag, hefur samþykkt að standa að uppbyggingu íbúða á Grenivík í samráði við sveitarfélagið. Auglýst hefur verið eftir samstarfsaðilum og verður frekar auglýst á næstu dögum, m.a. á heimasíðu Grýtubakkahrepps.

 1. Skipulagsmál.

Ný íbúðarbyggð sunnan Grenivíkurvegar/Miðgarða, skipulagslýsing.

Lögð var fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag íbúðarbyggðar sunnan Grenivíkurvegar/Miðgarða, sbr. ákvæði 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með framlagningu lýsingar hefst samráð við íbúa, aðra hagsmunaaðila og umsagnaraðila um gerð deiliskipulagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði auglýst, kynnt almenningi og send umsagnaraðilum til yfirferðar.

 1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. okt. 2021.

Fundargerðin lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 10. nóv. 2021.

Fundargerðin lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 10. nóv. 2021.

Fundargerðin lögð fram.

 1. Erindi frá Sambandi ísl sveitarf., verkefni v. innleiðingar hringrásarhagkerfis, dags. 2. nóv. 2021.

Lagt fram.

 1. Erindi frá Sambandi ísl sveitarf., boð á námskeiðið Loftslagsvernd í verki, dags. 2. nóv. 2021

Lagt fram.

 1. Erindi frá Sambandi ísl sveitarf., ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál, dags. 2. nóv. 2021

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps tekur undir bókun Árborgar um leikskólamál.

 1. Skýrsla Flugklasans Air 66N, dags. 28. okt. 2021.

Skýrslan lögð fram.

 1. Boð á aukaþing SSNE, haldið 10. des. 2021.

Boðið lagt fram.

Þórarinn Ingi Péturson hefur óskað lausnar sem varafulltrúi á þing SSNE, er Gísli Gunnar Oddgeirsson því skipaður varafulltrúi á þing SSNE í stað Þórarins.

 1. Frá SSNE, svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026, endurskoðun, dags. 8. nóv. 2021.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti eins og það er fyrir lagt.

 1. Erindi frá HSÞ, varðandi rekstrarstyrk, dags. 22. okt. 2021.

Sveitartjórn samþykkir að gera samning um styrk til eins árs, fyrir árið 2022.

 1. Erindi frá Stígamótum, beiðni um framlag, dags. 3. nóv. 2021.

Erindinu hafnað, sveitarstjórn styrkir hliðstæða starfsemi á Norðurlandi.

 1. Fjárhagsáætlun 2022 – 2025, síðari umræða.

Síðari umræðu frestað.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.21:52.

Þröstur Friðfinnsson ritaði fundargerð.