Sveitarstjórnarfundur nr. 443

01.11.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 443

Mánudaginn 1. nóvember 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson, Gísli Gunnar Oddgeirsson og Sigrún Björnsdóttir sem sat fundinn í fjarveru Fjólu V. Stefánsdóttur. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Forstöðumenn mæta á fund sveitarstjórnar.

Forstöðumennirnir, Þorgeir Rúnar Finnsson, Margrét Ósk Hermannsdóttir, Sigurður Baldur Þorsteinsson, Hermann Gunnar Jónsson og Þorkell Már Pálsson komu á fund sveitarstjórnar. Farið yfir rekstur og fjárfestingar stofnananna.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.20:58.

Þröstur Friðfinnsson ritaði fundargerð.