Sveitarstjórnarfundur nr. 442

25.10.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 442

Mánudaginn 25. október 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Gunnar B. Pálsson, Gísli Gunnar Oddgeirsson og Sigrún Björnsdóttir sem sat fundinn í fjarveru Haraldar Níelssonar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Staða húsnæðismála á Grenivík, framhald umræðu.

Málin rædd og umræðu verður haldið áfram á næsta fundi.

  1. Fundargerðir stjórnar SSNE, dags. 8. sept. og 13. okt. 2021.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 20. okt. 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 30. afgreiðslufundar SBE, dags. 15. okt. 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 10. ágúst, 17. sept. og 6. okt. 2021.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, dags. 30. mars, 31. maí og 6. okt. 2021.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 28. sept 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð jafnréttis- og félagsmálanefndar dags. 4. okt. 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir kjörstjórnar, dags. 14. sept. og 25. sept. 2021.

Fundargerðir lagðar fram

  1. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, fyrirmynd að samþykktun, leiðbeiningar um ritun fundargerða og leiðbeiningar um fjarfundi, dags. 4. okt. 2021.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, drög að breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, dags. 6. okt. 2021.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, breyting á reglugerð um reikningsskil sveitarfélaga, dags. 11. okt. 2021.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, boð á Skólaþing 2021, haldið 8. nóv. 2021.

Sveitarfélagið stefnir að því að senda fulltrúa á þingið.

  1. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, þátttaka og framlög til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022, dags. 8. okt. 2021.

Sveitarfélagið tekur þátt í verkefninu, vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

  1. Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu, í samráðsgátt.

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi umsögn um drögin og felur sveitarstjóra að senda umsögnina inn í samráðsgátt:

Fyrst ber að gagnrýna að í svo veigamiklu máli hafi ekki verið óskað sérstaklega eftir umsögnum sveitarstjórna.

Ekki kemur annað fram en reglugerðin eigi við landið allt, þó er vart minnst á þéttbýli eða nýtingu lands undir þróun þéttbýlis.

Reglugerðin er óskýr og viðmiðanir umdeilanlegar. Þannig kemur viðmið um 700 m.h.y.s., sem og viðmið um halla, í veg fyrir beit á mörgum afréttum, án gildra raka. Viðmið um fjarlægðir við dreifingu tilbúins áburðar og búfjáráburðar virðast einnig án mikilla raka. Hefbundnar landnytjar s.s. kartöflurækt eru dæmdar óæskilegar, sbr. i lið greinar 7. Reglugerðin í óbreyttri mynd er í raun aðför að hefðbundnum landbúnaði svo sem sauðfjárrækt, nautgriparækt og kartöflurækt.

Landgræðslunni er einnig falið óeðlilega víðtækt hlutverk. Hlutverk sveitarfélaga og aðkoma er ekki skýr, gert er ráð fyrir mikilli matsvinnu og eftirfylgni án þess að sé kostnaðarmetið, eða getið um hver á að bera kostnaðinn. Þó sett séu viðmið um beit er ekki minnst á girðingar eða hvernig skuli verja land með öðrum hætti en alfriðun.

Við blasir að drögin eru ekki unnin í samráði við helstu hagsmunaaðila.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hvetur til þess að málið verði unnið upp á nýtt og þá í nánu samráði við hagsmunaaðila, ekki síst þá sem nýta landið og þekkja það hvað best.

Að öðru leyti er tekið undir umsagnir annarra sveitarfélaga, t.d. Bláskógabyggðar og Eyjafjarðarsveitar.

  1. Skipun í ungmennaráð Grýtubakkahrepps.

Sveitarstjórn skipar eftirtalda í ungmennaráð Grýtubakkahrepps,

Karen Fatima Róbertsdóttir

Marsibil Anna Snædahl Árnadóttir

Olgeir Máni Bjarnason

Ólína Helga Sigþórsdóttir

Pétur Þór Arnþórsson

Og til vara:

Sigurður Einar Þorkelsson

Sigurlaug Anna Sigurðardóttir

  1. Fjárhagsáætlun 2022 – 2025, fyrri umræða.

Fyrri umræðu lokið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:59.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.