Sveitarstjórnarfundur nr. 441

04.10.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 441

Mánudaginn 4. október 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

Áður en gengið var til dagskrár var tekið fyrir erindi frá Þórarni Inga Péturssyni, dags. 3. okt. 2021. Hann óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn til loka kjörtímabilsins sumarið 2022, vegna starfa sinna sem alþingismaður. Jafnframt óskar hann eftir lausn frá störfum í landbúnaðar- og umhverfisnefnd hreppsins sama tímabil.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og óskar Þórarni til hamingju með kjörið.

Gísli Gunnar Oddgeirsson situr áfram í sæti Þórarins í sveitarstjórn og tekur einnig sæti í landbúnaðar- og umhverfisnefnd sem fyrsti varamaður, hvort tveggja út kjörtímabilið.

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. sept. 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 29. afgreiðslufundar SBE, dags. 1. okt. 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, skýrsla um líffræðilega fjölbreytni, dags. 24. sept. 2021.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Pharmarctica, umsókn um stækkun lóðar, dags. 30. sept. 2021.

Pharmarctica óskar eftir stækkun á lóðinni við Lundsbraut 2 skv. framlögðum uppdrætti. Lóðin stækkar úr 2.303 fm. í 4.743 fm. Jafnframt er óskað eftir nýrri aðkomu að lóðinni frá Ægissíðu.

Sveitarstjórn samþykkir erindið í báðum liðum eins og það er fyrir lagt.

  1. Boð á fund minni sveitarfélaga, haldinn 6. okt. 2021.

Sveitarstjóri, oddviti og varaoddviti mæta á fundinn og oddviti fer með umboð hreppsins.

  1. Frá Sambandi ísl. sveitarf., um húsnæðismál á landbyggðinni, minnisblað HMS ofl., dags. 30. sept. 2021.

Lagt fram og umræðu frestað.

  1. Staða húsnæðismála á Grenivík, framhald umræðu.

Sveitarstjórn ákveður að leita samstarfs við húsnæðisfélagið Bríet um uppbyggingu íbúða á Grenivík. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:06.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.