Sveitarstjórnarfundur nr. 440

27.09.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 440

Mánudaginn 27. september 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Slökkvilið Grýtubakkahrepps, úttekt HMS, umræða, slökkviliðsstjóri mætir.

Þorkell Pálsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn til að fara yfir úttekt HMS, sveitarstjóra falið að vinna málið með slökkviliðsstjóra og svara athugasemdum.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 22. sept. 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 28. afgreiðslufundar SBE, dags. 17. sept. 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð aðalfundar Norðurár bs., dags. 2. sept. 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð Fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 20. sept. 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Skipulagsmál: Höfði Lodge, framkvæmdaleyfi v. gatnagerðar og bílastæða.

Höfði development ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og bílastæða innan hótellóðarinnar á Skælu. Erindinu fylgja uppdrættir frá VSÓ ráðgjöf dags. 22. september 2021, teikningarnr. VE-V-Y-01, -02, -03, VE-V-LS-01, -02, -03, -04, -05, -06, -07, VE-V-S-01 og -02.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

  1. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna, dags. 17. sept. 2021.

Sveitarstjórn samþykkir að sækja um þátttöku í stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna.

  1. Erindi frá SSNE, um líforkuver, dags. 15. sept. 2021.

Í erindinu óskar SSNE eftir því að sveitarfélög á starfssvæði samtakanna leggi óstofnuðu hlutafélagi til 12 millj. kr. í hlutafé, sem verði nýtt til hagkvæmnimats vegna líforkuvers. Samkvæmt framlögðu erindi þá er hlutur Grýtubakkahrepps kr. 146.000,- sem miðast við hlutfall af heildarfjárhæð m.v. íbúatölu sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna.

Sveitarstjórn samþykkir að leggja kr. 146.000,- til verkefnisins en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE.

Sveitarstjórn skorar jafnframt á stjórn SSNE að endurvekja og ljúka vinnu við greiningu og stefnumörkun í úrgangsmálum sem hafin var í samstarfi við SSNV, en ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Í tengslum við hagkvæmnisathugun á líforkuveri ætti því einnig að horfa til meðhöndlunar á öðrum úrgangi, þannig að heildstæð stefna verði mörkuð í úrgangsmálum á Norðurlandi öllu.

Til viðbótar er eftirfarandi bókað:

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hluta Grýtubakkahrepps í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama.

  1. Erindi frá Guðlaugu S. Tryggvadóttur, ungbarnaróla, dags. 14. sept. 2021.

Sveitarstjóra falið að skoða erindið með leikskólastjóra.

  1. Staða húsnæðismála á Grenivík, framhald umræðu.

Sveitarstjórn fór yfir stöðu húsnæðismála og áfram verður unnið að framgangi málsins.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:09.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.