Sveitarstjórnarfundur nr. 437

16.08.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 437

Mánudaginn 16. ágúst 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

Áður en gengið var til dagskrár var tekið fyrir erindi frá Þórarni Inga Péturssyni, dags. 15. ágúst 2021. Hann óskar eftir að framlengja leyfi sitt frá sveitarstjórnarstörfum, vegna annarra starfa, frá 1. ágúst til 30. september 2021.

Sveitarstjórn samþykkir erindið. Gísli Gunnar Oddgeirsson situr áfram í sæti Þórarins til 30.

september.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 11. ágúst 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurl. Eystra, dags. 21. jan. 2021, breyting á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss.

Fundargerðin lögð fram. Í henni er gerð breyting á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss. Eftirfarandi er breytt málsgrein í samþykktinni;

„Skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja og aðrir hlutir og verðmæti sem eru fjarlægð að loknum fresti skulu geymd í vörslu viðkomandi sveitarfélags í 30 daga og síðan fargað hafi eigandi ekki vitjað eigna sinna og leyst út gegn greiðslu áfallins kostnaðar (svo sem dráttar- og geymslugjöld).“

Sveitarstjórn samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og staðfestir samþykktina með áorðinni breytingu.

  1. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 6. júlí 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 30. júní 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð aðalfundar SBE dags. 29. júní 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SBE, dags. 12. ágúst 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir 25. og 26. afgreiðslufunda SBE, dags. 1. júlí og 13. ágúst 2021.

Fundargerðir lagðar fram. Í fundargerð nr. 25 í lið nr.1 fær Benedikt Steinar Sveinsson byggingarleyfi vegna nýbyggingar á parhúsi á lóðinni Ægissíða 9, Grenivík.

  1. Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, auglýsing og lagabreyting, Heimild til notkunar fjarfundabúnaðar, dags. 30. júlí 2021.

Lagt fram.

  1. Samningar til staðfestingar;

              a.  Samningur um skólaakstur.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

              b.  Ráðningarsamningur skólastjóra.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

  1. Lántaka vegna framkvæmda ársins.

Afgreiðslu frestað.

  1. Breytingar á skipulagi mötuneytis Grenivíkurskóla, gjaldskrármál.

Afgreiðslu frestað.

  1. Staða húsnæðismála á Grenivík.

Sveitarstjórn ræddi vaxandi þörf fyrir íbúðarhúsnæði á Grenivík og leiðir til úrbóta.

  1. Úttekt HMS á Slökkviliði Grýtubakkahrepps.

Farið yfir úttektina, úrbætur og framtíðarmöguleikar ræddir.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:34.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.