Sveitarstjórnarfundur nr. 435

07.06.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 435

Mánudaginn 7. júní 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson, Arnþór Pétursson mætti í stað Margrétar Melstað sem boðaði forföll. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

 1. Fundargerð landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 21. maí 2021.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. maí 2021.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 27. apríl og 21. maí 2021.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Nl.e. dags. 3. mars og 5. maí 2021, ásamt ársreikningi nefndarinnar fyrir árið 2020.

Fundargerðir lagðar fram, einnig ársreikningur 2020.

 1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 19. maí 2021.

Fundargerð lögð fram.

 1. Fundargerð landbúnaðar- og umhverfisnefndar, dags. 24. maí 2021.

Fundargerð lögð fram.

Tillaga um uppreksrardag er svohljóðandi í fundargerðinni í lið nr. 1:

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hefur metið aðstæður og fundað um upprekstrartíma. Þrátt fyrir mjög kaldan og gróskulítinn maí leggur nefndin til við sveitarstjórn að heimilt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd og almenninga Grýtubakkahrepps 12. júní. Því til rökstuðnings má nefna snjóléttan vetur og mjög hagstæða veðurspá næsta hálfa mánuðinn. Nefndin vill að sama skapi hvetja bændur til að gæta hófs við upprekstur og sleppingar og að bændur láti vita sín á milli hvenær þeir hyggist fara með fé sitt hvort heldur sem er rekstur eða keyrslu svo þeir séu ekki að fara á sama tíma.

Sveitarstjórn staðfestir upprekstrardag skv. tillögu nefndarinnar, áður samþykkt með tölvupóstum.

 1. Lokaslitafundur Gásakaupstaðar ses, dags. 1. júní 2021.

Sveitarstjóri sótti fundinn f.h. hreppsins.

 1. Boð á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri, haldinn 2. júní 2021.

Sveitarstjóri sótti fundinn f. h. hreppsins.

 1. Erindi frá Sambandi ísl sveitarfélaga, Launaþróun sveitarfélaga, minnisblað, dags. 1. júní 2021.

Lagt fram til kynningar.

 1. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, aðgerðaáætlun um forvarnir meðal barna og unglinga, dags. 4. júní 2021.

Erindi lagt fram.

 1. Skipulags og byggingamál:

a.  Höfði Lodge, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsskipta.

Björgvin Björgvinsson sækir f.h. Höfða development ehf. um framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsskipta fyrir fyrirhugaða hótelbyggingu á Skælu. Erindinu fylgir grunnmynd af undirstöðum hótelsins unnin af AVH dags. 20.4.2021.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

b.  Ægissíða 9, umsókn um byggingarleyfi – grendarkynning.

Fyrir fundinum liggur byggingarleyfisumsókn frá Benedikt Steinari Sveinssyni sem fer fram á heimild til að byggja parhús á lóðinni Ægissíðu 9.

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur vísað umsókninni til sveitarstjórnar þar sem gilt deiliskipulag er ekki fyrir hendi fyrir lóðina sem um ræðir. Erindið er í fullu samræmi við deiliskipulagstilögu á vinnslustigi sem kynnt var í opnu kynningarferli fyrir íbúum Grýtubakkahrepps í maí 2021. Erindinu fylgja uppdrættir frá Teiknistofu Þóris Guðmundssonar dags. 12.1.2021.

Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því skriflega yfir að þeir geri ekki athugasemd við byggingaráformin. Erindið telst samþykkt ef ekki koma fram andmæli á grenndarkynningartímabili.

 1. Fjárfestingaáætlun 2021, endurskoðun/viðauki.

Farið yfir fjárfestingaáætlun 2021 og hún uppfærð. Ákveðið að flýta endurnýjun á þaki Grenivíkurskóla, en fresta endurnýjun snyrtinga á móti, auk smærri breytinga á áætlun. Heildarfjárfesting ársins er nú áætluð 44,8 mkr., en var áður áætluð 42,8 mkr. Lántaka ársins er nú áætluð 25 mkr., var áður áætluð 15 mkr.

Sveitarstjórn staðfestir uppfærða fjárfestingaáætlun.

 1. Frá Umhverfisstofnun, drög að friðlýsingarskilmálum fyrir svæðið Látraströnd – Náttfaravíkur, dags. í maí 2021.

Sveitarstjórn telur ekki tímabært að auglýsa friðlýsingarskilmála á þessu stigi, en hvetur til frekara samráðs við landeigendur. Sveitarstjórn telur eðlilegt að ef skaginn verði friðlýstur verði friðlýsingin heildstæðari en fyrirliggjandi hugmyndir.

 1. Erindi frá SSNE, ósk um tillögu að fulltrúum í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands, dags. 3. júní 2021.

Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ganga frá tilnefningum.

 1. Starf skólastjóra Grenivíkurskóla, umsóknir.

Staðan var auglýst þann 20 maí s.l. með umsóknarfresti til 5. júní s.l. Ein umsókn barst um stöðuna, frá Þorgeiri Rúnari Finnssyni starfandi skólastjóra. Sveitarstjórn vísar umsókninni til umsagnar Fræðslu- og æskulýðsnefndar og felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningu Þorgeirs í framhaldinu, að fenginni jákvæðri umsögn nefndarinnar.

 1. Erindi frá Sigurði Benediktssyni, Grenivíkurgleði 2021, dags. 3. júní 2021.

Sveitarstjórn fagnar framtakinu og samþykkir að styrkja gleðina um kr. 400.000,- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

 1. Erindi frá Stefáni Jóhannessyni, framtið Sláturhússins, dags. 2. júní 2021.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 1. Erindi frá Skógræktinni og Landgræðslunni, Bonn áskorunin, dags. 10. maí 2021.

Erindinu vísað til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.

 1. Erindi frá Félagi atvinnurekenda, fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði, dags. 1. júní 2021.

Erindið lagt fram.

 1. Laun í Vinnuskóla Grýtubakkahrepps sumarið 2021.

Laun með orlofi sumarið 2021 verða þannig:

                             Dagvinna         Yfirvinna

14 ára á árinu       kr. 956,43        kr. 1.615,05

15 ára á árinu       kr. 1.107,45     kr. 1.870,05

16 ára á árinu       kr. 1.636,00     kr. 2.762,58

Taflan tekur breytingum með kjarasamningum.

Launatafla v/vinnuskólans samþykkt.

 1. Jörðin Arnareyri í Fjörðum (Eyri).

Jörðin Arnareyri í Fjörðum (Eyri) landnr. 153030 fnr. 2160635, er eign Grýtubakkahrepps. Sveitarstjórn staðfestir landamerki jarðarinnar gagnvart aðliggjandi jörðum, sbr. kort dags. 7. júní 2021. Kortið byggir á gögnum frá örnefnanefnd (1975 og fyrr) og landeignamörkum skv. gagnagrunni Loftmynda, sem eru samhljóða. Grýtubakkahreppur á allar aðliggjandi jarðir.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sjá um skráningu og þinglýsingu jarðarinnar í veðbækur á grundvelli framangreindra gagna.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:30.

Þröstur Friðfinnsson ritaði fundargerð.