Sveitarstjórnarfundur nr. 433

03.05.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 433

Mánudaginn 3. maí 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð Ársþings SSNE, dags. 16. – 17. apríl 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 15. apríl 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Samningur um lok erfðafestuleigu lands í Ytri-Kvígudölum (Skælu), dags. 28. apríl 2021.

Lagður fram samningur um lok erfðafestu, dags. 28.apríl 2021. Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

  1. Skipulagsmál;

  1. Lóð undir frístundahús í landi Hléskóga.

Sveitarstjórn staðfestir lóð og byggingarreit skv. framlögðum skipulagsuppdrætti frá Búgarði dags. 11. apríl 2012.

  1. Umsókn um stöðuleyfi í eitt ár, Stekkur í landi Skarðs.

Jón Bragi Skírnisson sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir frístundahús á lóðinni Stekk í landi Skarðs. Frístundahúsið skemmdist í snjóflóði sl. vetur og vill eigandi þess fá að koma því fyrir á malarplani á lóðinni meðan metið er hvort unnt er að gera við húsið og koma því fyrir á annarri lóð.

Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir húsið til 12 mánaða.

  1. Tónlistarskóli Eyjafjarðar, fundargerðir, ársskýrsla og erindi vegna aðildar Svalbarðsstrandarhrepps að skólanum.

Fundargerðir skólanefndar dags. 23. feb., 24. mars og 28. apríl 2021 lagðar fram.

Ársskýrsla skólans 2019-2020 lögð fram einnig rekstraráætlun 2020-2021.

Ársreikningur 2020 lagður fram.

Sveitarstjórn staðfestir rekstraráætlun og ársreikning fyrir sitt leyti. Einnig samþykkir sveitarstjórn og fagnar aðild Svalbarðsstrandarhrepps að Tónlistarskóla Eyjafjarðar og felur sveitarstjóra að vinna að þeim samþykktarbreytingum sem til þarf f.h. sveitarstjórnar.

  1. Erindi frá ráðherra sveitarstjórnarmála, varðar fjármál sveitarfélaga, dags. 19. apríl 2021.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á aðalfund Markaðsstofu Norðurlands, haldinn 11. maí 2021.

Fundarboð lagt fram. Sveitarstjóri sækir fundinn fyrir hönd hreppsins.

  1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2020 lagður fram, síðari umræða.

Lagður fram ársreikningur 2020, ásamt endurskoðunarskýrslu, skuldbindingayfirliti og staðfestingarbréfi stjórnenda.

Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:

Sveitarsjóður                                           A hluti              A og B hluti saman

Rekstrartekjur alls                                 471.883                    622.055

Rekstrargjöld alls                                  503.152                    635.755

Fjám.tekjur og (fjármagnsgjöld)                8.276                          (670)

Rekstrarniðurstaða (neikvæð)               (22.992)                    (14.370)

Eigið fé í árslok                                                                       447.378 (56,9%)

Ársreikningur samþykktur og undirritaður, skuldbindingayfirlit einnig undirritað.

Bókun:

Vegna vanfjármögnunar af hendi ríkisins, nam rekstrarframlag Grýtubakkahrepps til Grenilundar hjúkrunarheimilis 18,7 mkr. á árinu 2020 og hefur aldrei verið hærra. Restrartap Grenilundar hafði þannig afgerandi áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins, en ríkinu ber að fjármagna rekstur hjúkrunarheimila að fullu skv. lögum. Þetta er með öllu óásættanleg staða fyrir sveitarfélagið.

Sú góða þjónusta sem veitt er á Grenilundi, er íbúum Grýtubakkahrepps og nærsveita afar mikilvæg. Metnaður sveitarstjórnar stendur til þess að svo megi áfram verða.

Sveitarstjórn hafnar einkavæðingu hjúkrunarheimila sem byggist á kjaraskerðingu starfsfólks eða skerðingu á þjónustu við íbúa.

Það er fráleit stefna heilbrigðisráðuneytis að á sama tíma og samið er um byggingu nýrra hjúkrunarheimila, séu fyrsta flokks hjúkrunarrými látin standa auð og ónotuð þegar þörfin æpir. Heimild til að nýta tíunda rýmið á Grenilundi myndi gerbreyta rekstri heimilisins til hins betra og gæti í leiðinni losað um dýrara pláss á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Sveitarstjórn átelur seinagang og sinnuleysi heilbrigðisráðuneytis varðandi rekstur hjúkrunarheimila á vegum sveitarfélaga og krefst tafarlausra úrbóta.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.18:52.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.