Sveitarstjórnarfundur nr. 432

26.04.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 432

Mánudaginn 26. apríl 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð 21. afgreiðslufundar SBE, dags. 19. apríl 2021.

Fundargerð lögð fram. Í lið nr. 1 er Stefáni Sævarssyni veitt leyfi til byggingar bílageymslu á Syðri Grund 2.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Eyjafjarðar, dags. 14. apríl 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 23. mars. 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Skýrsla Flugklasans 66°N, dags. 12. apríl 2021.

Lögð fram.

  1. Ársskýrsla og starfsskýrslur HSÞ 2020.

Lagðar fram.

  1. Erindi frá Skipulagsstofnun, ósk um umsögn vegna Höfði Lodge, dags. 7. apríl 2021.

Fyrir fundinum liggur erindi frá Skipulagsstofnun dags. 7. apríl 2021 þar sem óskað er umsagnar um framkvæmdatilkynningu Höfða development ehf. vegna áforma um hótelbyggingu á Skælu við Grenivík skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Erindinu fylgir tilkynning Höfða development ehf., unnin af AVH dags. 30. mars 2021.

Sveitarstjórn telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni, umhverfisáhrifum hennar, mótvægisáhrifum og vöktun í tilkynningargögnum málshefjanda. Áformin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins. Uppbygging af þessu tagi er deiliskipulagsskyld og er deiliskipulag vegna áformanna í vinnslu. Veglagning og lagning vatnsveitu eru háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar. Bygging hótels og tilheyrandi húsakosts er háð byggingarleyfi byggingarfulltrúa. Rekstur hótels er háður starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma ofangreindri umsögn á framfæri við Skipulagsstofnun.

  1. Erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, varðar mögulega friðun Eyjafjarðar fyrir fiskeldi, dags. 14. apríl 2021.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á aukafund hluthafa í Greiðri leið ehf., haldinn 28. apríl 2021.

Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri fer með umboð hreppsins á fundinum.

  1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2020 lagður fram, fyrri umræða.

Farið yfir ársreikning 2020, fyrri umræðu lokið.

Oddviti leitar afbrigða til að taka dagskrárlið nr. 10 á dagskrá;

Afbrigði samþykkt.

  1. Höfðagata 1A, sala íbúðar.

Íbúðin var auglýst til sölu og bárust tvö tilboð innan tilboðsfrests sem var til 23. apríl 2021. Tilboðin voru upp á kr. 28.110.000,- og kr. 32.500.000,-. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá sölu íbúðarinnar á grundvelli hærra tilboðsins.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:09.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.