Sveitarstjórnarfundur nr. 431

12.04.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 431

Mánudaginn 12. apríl 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson  og Gísli Gunnar Oddgeirsson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 26. mars. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

2.  Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 24. feb. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 17. mars. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 19. mars. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

5.  Fundargerð 20. afgreiðslufundar SBE, dags. 6. apríl 2021.

Fundargerð lögð fram. Í lið nr.1 fær Grýtabakkahreppur leyfi til niðurrifs á Ægissíðu 9, Grenivík.

6.  Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 23. mars. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

7.  Erindi frá Minjasafninu á Akureyri, nýr þjónustusamningur og ósk um eingreiðslu, dags. 29. mars 2021.

            Sveitarstjórn samþykkir nýjan þjónustusamning við Minjasafnið á Akureyri sem gildir fyrir árin 2021-2023. Samþykkir einnig eingreiðslu vegna fyrri ára, kr. 80.000,-.

8.  Boð á aðalfund Norðurorku, haldinn 29. apríl 2021.

            Lagt fram.  Fjóla V. Stefánsdóttir fer með umboð hreppsins á fundinum.

9.  Boð á aðalfund Símey, haldinn 29. apríl 2021.

                Lagt fram.  Margrét Melstað fer með umboð hreppsins á fundinum.

10.  Skiplagsmál;

            a.  Umsókn frá Höfði development um framkvæmdaleyfi vegna lagna frá borholu austan Þengilhöfða að væntanlegri hótellóð á Skælu, dags. 23. mars 2021.

            Sveitarstjórn samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með þeim skilmálum og kvöðum sem við eiga.

            b.  Ósk frá Ingva Þór Björnssyni og Jónínu F. Jóhannesdóttur um skiptingu lands á Grýtubakka 3, dags. 6. apríl 2021.

            Ingvi Þór Björnsson og Jónína F. Jóhannesdóttir óska eftir samþykki sveitarstjórnar við skiptingu landeignarinnar Grýtubakka 3 L153038 í tvær landeignir. Nýja landeignin sem verður til við skiptin heiti Grýtubakki 4. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 6. apríl 2021.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

            c.  Erindi frá Heimi Ásgeirssyni og Ólöfu B. Hjartardóttur, vegna lóðar á reit 136b í aðalskipulagi.

            Erindi lagt fram. Sveitarstjórn ákveður að skoða möguleika á uppbyggingu á þessu svæði.

            d.  Deiliskipulag við Ægissíðu, tillaga á vinnslustigi.

            Fyrir fundinum liggja drög að deiliskipulagi fyrir Ægissíðu og Lækjarvelli, unnin af Teiknistofu arkitekta dags. 12. apríl 2021.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa skipulagstillögu á vinnslustigi í kynningarferli skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:57.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.