Sveitarstjórnarfundur nr. 430

22.03.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 430

Mánudaginn 22. mars 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson  og Gísli Gunnar Oddgeirsson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 26. feb. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

2.  Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarf., dags. 22. feb. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurl., dags. 10. mar. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 19. feb., 25. feb. og 12. mars 2021.

            Fundargerðir lagðar fram.

5.  Fundargerð 18. afgreiðslufundar SBE, dags. 8. mars. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

6.  Fundargerð 19. afgreiðslufundar SBE, dags. 19. mars. 2021.

Fundargerð lögð fram. Í lið nr. 1 er Gunnari B Pálssyni veitt byggingarleyfi vegna bílsskúrs.

7.  Fundargerð stjórnar Flokkunar Eyjafj., dags. 16. mars. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

8.  Fundargerð aðalfundar Flokkunar Eyjafj., dags. 16. mars. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

9.  Samningur Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá bs. um urðun úrgangs, dags. í mars 2021.

                Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

10.  Frestun Landsþings Sambands ísl. sveitarf., erindi dags 17. mars 2021.

            Lagt fram.

11.  Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga, haldinn 26. mars 2021

            Sveitarstjóri fer með umboð hreppsins á fundinum.

12.  Boð á ársþing SSNE, haldið 16. – 17. apríl 2021.

            Lagt fram.

13.  Boð á eigendafund Norðurorku, haldinn 23. mars 2021.

            Þröstur Friðfinnsson og Fjóla V. Stefánsdóttir mæta á fundinn.

14.  Ný jafnréttislöggjöf, tilkynning frá Sambandi ísl. sveitarf. og Jafnréttisstofu, dags. 3. mars 2021.

                Lagt fram og vísað til Félagsmála- og jafnréttisnefndar Grýtubakkahrepps.

15.  Erindi frá Samtökum iðnaðarins, v. stöðuleyfisgjalda, dags. 15. mars 2021.

            Lagt fram og á ekki við hjá hreppnum.

16.  Erindi frá Bændasamtökunum, áskorun um að nota innlend matvæli, dags. 16. mars 2021.

Sveitarstjórn tekur vel í áskorun BÍ og hefur haft það að leiðarljósi að bjóða upp á heilnæman og hollan mat.              

17.  Frá nefndasviði Alþingis, frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, kosningaaldur, 272. mál, dags. 2. mars. 2021.

Sveitarstjórn ítrekar umsögn sveitarstjórnar um 188.mál frá 1.mars, sem á einnig við um 272.mál.

18.  Erindi frá Gunnari B. Pálssyni, byggingarreitur fyrir bílskúr í Kolgerði, dags. 2. mars 2021.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Gunnar B. Pálsson vék af fundi undir þessum lið.

19.  Skipulagsmál,  Höfði Lodge, deiliskipulag.

Kynningartímabil deiliskipulagstillögu á vinnslustigi var frá 3. til 17. mars sl. og var haldinn kynningarfundur í Grunnskóla Grenivíkur fimmtudaginn 12. mars sl. Um 50 manns mættu á fundinn. Sveitarstjórn fjallar um það sem fram kom á fundinum og eitt erindi sem barst í kjölfar fundarins.

Sveitarstjórn samþykkir að við greinargerð deiliskipulagstillögu skuli bæta yfirlitsmynd sem sýnir flugbannsvæði yfir Grenivík og dæmigerðar flugleiðir að og frá fyrirhuguðu hóteli. Sveitarstjórn samþykkir að vísa svo breyttri deiliskipulagstillögu í auglýsingarferli skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:55.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.