Sveitarstjórnarfundur nr. 429

01.03.2021 00:00

Mánudaginn 1. mars 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson  og Gísli Gunnar Oddgeirsson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerðir stjórnar SSNE, dags. 5. feb.  og 10. feb. 2021.

            Lagðar fram.

2.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs, dags. 10. feb. 2021.

            Lögð fram.

3.  Fundargerð 17. afgreiðslufundar SBE, dags. 19. feb. 2021.

            Lögð fram. Í lið nr.1 er veitt byggingarleyfi vegna kjallara í Hafnargötu 1.

4.  Erindi frá Akureyri, bókun bæjarstjórnar Akureyrar varðandi samstarf á Norðurslóðum, dags. 5. feb. 2021.

            Sveitarstjórn tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 27.jan. 2021 um samstarf Íslands og Grænlands á Norðurslóðum. Sveitarstjórn telur mikilvægt að Akureyri verði áfram miðstöð málefna Norðurslóða á Íslandi.

5.  Skipulagsmál,  Höfði Lodge, deiliskipulag á vinnslustigi.     

            Fyrir fundinum liggur uppdráttur og greinargerð deiliskipulagstillögu fyrir Höfði Lodge á Skælu, unnin af AVH á Akureyri dags. 26. febrúar 2021.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa deiliskipulagstillögunni í kynningu skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.  Frá nefndasviði Alþingis, frumvarp um stjórnskipun, kosningaaldur, 188. mál, dags. 22. feb. 2021.

            Sveitarstjórn telur að kosningaréttur og kjörgengi eigi að fylgja sjálfræðisaldri.

7.  Leikskólinn Krummafótur, húsnæðismál.

            Farið yfir húsnæðismál leikskólans.          

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:30.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.