Sveitarstjórnarfundur nr. 428

08.02.2021 00:00

Mánudaginn 8. febrúar 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson  og Gísli Gunnar Oddgeirsson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  

Fundurinn hófst kl. 17:00. 

Gjörðir fundarins voru þessar: 

1.  Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 16. des. 2020 og 29. jan. 2021.

           Fundargerðir lagðar fram. 

2.  Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 27. jan. 2021.

            Fundargerð lögð fram. 

3.  Fundargerð 15. afgreiðslufundar SBE, dags. 25. jan. 2021.

            Fundargerð lögð fram. 

4.  Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 22. jan. 2021.

            Fundargerð lögð fram. 

5.  Boðun landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga, haldið 26. mars 2021.

            Fjóla V. Stefánsdóttir sækir landsþingið ásamt sveitarstjóra. 

6.  Skipulagsmál.

            a. Sjóvörn við Grenivík, umsókn um framkvæmdaleyfi.

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna byggingar nýrrar sjóvarnar við Grenivík auk endurbyggingar eldri sjóvarnar. Erindinu fylgir útboðslýsing dagsett í  febrúar 2021 og uppdráttur með grunnmynd og kennisniði dagsett í febrúar 2021. 

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. 

            b. Sumarbústaður við Skarð, snjóflóð.

Í síðasta mánuði féll snjóflóð á frístundahúsið Stekk í landi Skarðs í Dalsmynni (landnúmer L191066). Sveitarstjóri og skipulags- og byggingarfulltrúi skoðuðu aðstæður á vettvangi fimmtudaginn 4. febrúar sl. Er það mat skipulags- og byggingarfulltrúa að altjón hafi orðið á frístundahúsinu. Af ofanflóðasjá Veðurstofunnar má sjá að a.m.k. 4 snjóflóð hafa áður fallið á sama stað, þar af eitt mjög stórt árið 1975 sem fór rétt við hlið hússins.

Í kafla 5.4.1. í greinargerð Aðalskipulags Grýtubakkahrepps segir að ekki skuli heimilt að byggja á þekktum snjóflóðasvæðum. Í grein 5.3.2.18 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 segir að ekki skuli staðsetja byggingarreiti á svæðum þar sem vitað er að tjón hafi orðið af völdum ofanflóða. 

Endurbygging frístundahússins Stekks er háð byggingarleyfi sveitarfélagsins og í ljósi ofangreindra málsatvika ákveður sveitarstjórn að ekki sé hægt að heimila slíka framkvæmd, heldur skuli húsið fjarlægt af svæðinu og því fargað á tilhlíðilegan hátt. 

            c. Syðri-Grund, byggingarreitur.

Stefán Rúnar Sævarsson sækir um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir bílskúr við íbúðarhús á Syðri-Grund. Erindinu fylgir uppdráttur frá Haraldi Árnasyni dagsett í febrúar 2021, einnig hnitsettur uppdráttur dags. 28.1.2021. 

Sveitarstjórn samþykkir erindið og staðfestir lóðablaðið. 

7.  Erindi frá Skipulagsstofnun, v. starfsleyfisumsóknar Pharmarctica, mat á umhverfisáhrifum, dags. 4. feb. 2021.

            Sveitarstjórn telur að í greinargerð Pharmarctica sé vel gerð grein fyrir starfseminni, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun.  Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir fyrir sitt leyti og mælir með veitingu starfsleyfis. 

8.  Erindi frá SSNE, fjármögnun á hagkvæmnismati fyrir líforkuver, dags. 4. feb. 2021.

            Sveitarstjórn líst vel á þessar hugmyndir, en afgreiðslu erindisins frestað þar til frekari gögn um fjármögnun liggja fyrir. 

9.  Innlausn leigulands í Kvígudölum/Skælu úr erfðafestu, staða málsins.

            Sveitarstjóri kynnti afstöðu leiguhafa eftir fundi með þeim.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að vinna málið áfram í samræmi við fyrri ákvarðanir sveitarstjórnar. 

10.  Frá nefndasviði Alþingis, mál nr. 378, frumvarp um íbúalágmark, dags. 28. janúar 2021.

            Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn um frumvarpið á grundvelli tillögu starfshóps minni sveitarfélaga um ákvæði í stað íbúalágmarks. 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:40.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.