Sveitarstjórnarfundur nr. 427

25.01.2021 00:00

Mánudaginn 25. janúar 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson  og Gísli Gunnar Oddgeirsson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.   

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 13. jan. 2021.

            Fundargerð lögð fram.

2.  Fundargerð Norðurorku og sveitarstjórnar um Reykjaveitu, dags. 14. jan. 2021.

            Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn óskar eftir að Norðurorka geri áætlun um uppbyggingu Reykjaveitu svo að hún anni þörfum samfélagsins til framtíðar, eins fljótt og mögulegt er.

3.  Frá SSNE, rafrænt málþing um störf óháð staðsetningu, haldið 28. jan. 2021.

            Lagt fram.

4.  Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, Samstarfsþing um húsnæðismál, haldið 27. jan. 2021.

            Lagt fram.

5.  Húsnæðisþing, haldið 27. jan. 2021.

            Lagt fram.

6.  Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, fundur um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs, haldinn 28. jan. 2021.

            Lagt fram.

7.  Boð á framhaldsaðalfund og slitafund Gásakaupstaðar ses, haldinn 10. feb. 2021.

            Lagt fram. Sveitarstjóri fer með umboð hreppsins á fundinum.

8.  Erindi frá Guðbjörgu Herbertsdóttur, v. vatnstjóns, dags. 15. jan. 2021.

            Tryggingarfélag sveitarfélagsins telur tjónið ekki bótaskylt og erindinu því hafnað.

9.  Gatnagerðargjöld, umræða.

            Sveitarstjórn samþykkir að framlengja niðurfellingu gatnagerðargjalda á óbyggðum lóðum við tilbúnar götur á Grenivík. Samþykkt þessi gildir út árið 2022, þ.e. miðað er við að byggingarframkvæmdir hefjist í síðasta lagi á árinu 2022. Samþykkt þessi tekur þegar gildi.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:35.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.