Sveitarstjórnarfundur nr. 426

11.01.2021 00:00

Mánudaginn 11. janúar 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson  og Gísli Gunnar Oddgeirsson sem kom í fjarveru Þórarins Inga Péturssonar.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.   

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

Áður en gengið var til dagskrár lagði oddviti fram erindi frá Þórarni Inga Péturssyni sveitarstjórnarfulltrúa, dags. 10. janúar 2021;  Vegna anna við önnur störf óskar Þórarinn eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn frá 10. janúar til 31. júlí 2021.

Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.  Gísli Gunnar Oddgeirsson tekur sæti í sveitarstjórn í leyfi Þórarins.

 

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 11. des. 2020.

            Fundargerðin lögð fram.

2.  Fundargerð aukaþings SSNE, dags. 11. des. 2020.

            Fundargerðin lögð fram.

3.  Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Ak., dags. 8. des. 2020.

            Fundargerðin lögð fram, fjárhagsáætlun safnsins staðfest.

4.  Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 11. des. og 22. des. 2020.

            Fundargerðirnar lagðar fram.

5.  Fundargerð afgreiðslufundar SBE, dags. 22. des. 2020.

            Fundargerðin lögð fram.

6.  Fundargerð bókasafnsnefndar dags. 7. des. 2020.

            Fundargerðin lögð fram.

7.  Erindi, Stafrænt ráð sveitarfélaga, dags. 29. des. 2020.

            Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu, hluti hreppsins kr. 249.765,- rúmast innan fjárhagsáætlunar.

8.  Erindi frá Samtökum grænkera, framboð grænkerafæðis í skólum, dags. 29. des. 2020.

            Erindið lagt fram.

9.  Reglur um frístundastyrk 2021.

            Reglur um frístundastyrk 2021 staðfestar.  Upphæð styrks er kr. 30.000,- pr. barn á grunnskólaaldri.

10.  Húsnæðisstuðningur v. ungmenna 2021.

            Húsnæðisstuðningur verður áfram 50% af leigu, þó að hámarki kr. 25.000,- á mánuði.

11.  Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga 18. des. 2020, afgreiðsla tillögu og næstu skref.

            Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 18. desember s.l. studdi töluverður meirihluti sveitarfélaga tillögu sem fulltrúar Grýtubakkahrepps ásamt fulltrúum 19 annarra sveitarfélaga lögðu fram. Hún kvað á um að stefnt skuli að eflingu sveitarfélaga með sameiningum og stækkun þeirra, en íbúalágmarki hins vegar hafnað.  Sjálfstjórnarrétt og lýðræði íbúa beri að virða óháð stærð sveitarfélaga. 

Stuðningurinn var mjög ánægjulegur eftir að nær öll stjórn Sambandsins lagðist gegn tillögunni og formaður þess talaði mjög ákveðið gegn henni.

Vegna mikils misvægis atkvæða tókst stóru sveitarfélögunum þó að fella tillöguna naumlega.  Þannig hefur hvert lítið sveitarfélag 1 atkvæði á landsþingi, en t.d. Reykjavík 16 og Akureyri 5 atkvæði. 

Því hefur verið haldið fram síðustu árin af formanni Sambandsins og fleirum, að það væri almennur vilji sveitarfélagastigsins að sett yrði á 1000 íbúa lágmark í sveitarfélögum.  Það hefur nú verið hrakið að fullu, meirihluti sveitarfélaga er á móti því og ólíklegt að málið fari lengra að sinni.

Sveitarstjórn þykir mjög miður að engin viðbrögð hafi sést frá stjórn sambandsins við þessari stöðu sem kalla má alvarlega fyrir einingu innan sambandsins.

Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að vinna áfram í samstarfi við önnur lítil sveitarfélög að því að stofna samtök minni sveitarfélaga.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:30.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.