Sveitarstjórnarfundur nr. 423

09.11.2020 00:00

Mánudaginn 9. nóvember 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar Björgvin Pálsson og Þórarinn Ingi Pétursson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.   

Fundurinn hófst kl. 17:30.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Uppbygging í ferðaþjónustu.

            Sveitarstjórn staðfestir samninga við Hofdi Development ehf, dags. 9.nóv. 2020 um uppbyggingu hótels á Þengilhöfða og tengda ferðaþjónustu.

2.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. okt. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30.okt. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerð ársþing SSNE, dags. 9. og 10.okt. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

5.  Fundargerð afgreiðslufundar SBE, dags. 26. okt. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

6.  Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2019.

            Lagt fram.

7.  Erindi frá Höfða Development ehf., umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir veg.

            Björgvin Björgvinsson sækir fyrir hönd Höfða Development ehf. um framkvæmdaleyfi vegna lagningar vegar að fyrirhuguðu hóteli á Þengilhöfða. Erindinu fylgja uppdrættir frá Mannviti dags. 27. okt. 2020. Gerð er ítarleg grein fyrir framkvæmdinni í aðalskipulagi Grýtubakkahrepps en breytingartillaga þess efnis var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 7. september 2020. Framkvæmdin telst vera C-framkvæmd skv. lið 10.10 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000 og skal sveitarstjórn því skera úr um matskyldu framkvæmdarinnar.

Með hliðsjón af viðmiðum í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum telur sveitarstjórn ekki að framkvæmdinni beri að undirgangast umhverfismat. Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

8.  Erindi frá HSÞ, v.rekstrarstyrks, dags. 23.okt.2020.

            Erindinu hafnað.

9.  Erindi frá Þingeyjarsveit, v.skipulags- og matslýsingar endurskoðunar aðalskipulags Þingeyjarsveitar, dags. 21.okt. 2020.

            Erindi lagt fram, sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

10.  Erindi frá smærri fyrirtækjum, einyrkjum og sjálfstætt starfandi aðilum í ferðaþjónustu, dags. 3.nóv. 2020.

            Erindi lagt fram, sveitarstjórn hefur þegar komið til móts við vanda ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu með stofnun Viðspyrnusjóðs síðastliðið vor.

11.  Erindi frá Bandalagi háskólamanna v.styttingar vinnuviku, dags. 2.nóv. 2020. 

            Lagt fram.

12.  Erindi frá Ráðrík ehf, kynning á þjónustu.

            Erindi lagt fram.

13.  Fjárhagsáætlun 2021 – 2024, síðari umræða.

            Síðari umræðu frestað.  

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:10.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.