Sveitarstjórnarfundur nr. 420

21.09.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 420

Mánudaginn 21. september 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar Björgvin Pálsson og Þórarinn Ingi Pétursson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.   

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Samtal um Sóknaráætlun, starfsmenn SSNE koma á fundinn í fjarfundi.

            Starfsmenn SSNE fóru yfir Sóknaráætlunina, tilgang, samráðsvettvang, hlutverk kjörinna fulltrúa, áhersluverkefni, uppbyggingarsjóð (samkeppnissjóður), atvinnu-og nýsköpun, menningu, umhverfismál. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda inn athugasemdir í samræmi við umræðu sveitarstjórnar á fundinum.

2.  Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 16. sept. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 9. sept. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 8. sept. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

5.  Stöðuskýrsla Flugklasans 66°N, dags. 16. sept. 2020.

            Skýrsla lögð fram.

6.  Skipulagsmál; Deiliskipulag Ægissíða, Lækjarvellir, Kirkjuvegur, - Skipulagslýsing.

            Lögð var fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag íbúðarbyggðar við Ægissíðu, Lækjarvelli og Kirkjuveg sbr. ákvæði 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með framlagningu lýsingar hefst samráð við íbúa, aðra hagsmunaaðila og umsagnaraðila um gerð deiliskipulagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði auglýst, kynnt almenningi og send umsagnaraðilum til yfirferðar.

7.  Boð á ársþing SSNE, haldið 9. og 10. okt. 2020.

            Lagt fram.

8.  Erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, úthlutun Byggðakvóta 2020/2021.

            Með bréfi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis dags. 11. sept. 2020, er boðuð úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2020/2021.  Jafnframt er óskað eftir sérreglum sveitarstjórna, þó ekki liggi fyrir hvort byggðakvóti fáist.  Því bókar sveitarstjórn Grýtubakkahrepps eftirfarandi er varðar mögulegan byggðakvóta í sveitarfélagið;

Þar sem afla Grenivíkurbáta er almennt landað annarsstaðar og ekið til vinnslu á Grenivík, samþykkir sveitarstjórn að eftirfarandi sérreglur gildi um úthlutun byggðakvóta hreppsins:

1/3 hluta kvótans skal deila jafnt milli þeirra skipa sem sækja um byggðakvóta og eiga heimahöfn í Grýtubakkahreppi.

2/3 hlutum kvótans, skal skipta í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fiskveiðiárið 2020/2021.

Að öðru leyti fer eftir reglugerð um úthlutun byggðakvóta nr. 728/2020. 

9.  Erindi frá Skólastjóra Grenivíkurskóla, hádegisgæsla nemenda 2020-2021.

            Sveitarstjórn samþykkir að greiða kr. 65.000,- vegna hádegisgæslu veturinn 2020-2021. Upphæðin er innan fjárhagsáætlunar.

10.  Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2020, haldin á netinu í fjarfundarbúnaði dagana 1. og 2. október 2020.

            Lagt fram.

11.  Rjúpnalandið í Hvammi, niðurstöður útboðs.

            Tvö tilboð bárust eftir auglýsingu, annars vegar frá Ásgeiri í Höfða ehf og hins vegar frá Sævari Helgasyni og Ásgeiri Má Ásgeirssyni. Sveitarstjórn samþykkir að taka hærra tilboðinu, kr. 975.300,- á ári, frá Ásgeiri í Höfða ehf., fyrir árin 2020 og 2021.

                       

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:53.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.