Sveitarstjórnarfundur nr. 419

07.09.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 419

Mánudaginn 7. september 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar Björgvin Pálsson og Þórarinn Ingi Pétursson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.   

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. ágúst 2020.

            Fundargerð lögð fram.

2.  Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 3. sept. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerðir afgreiðslufunda SBE, dags. 3. júlí og 17. ágúst 2020.

            Fundargerðir lagðar fram. Í lið 1. á fundi 3.júlí er samþykkt breytt skráning á Miðgörðum 4, Grenivík, í lið 1. á fundi 17.ágúst er veitt byggingarleyfi vegna frístundahúss á lóðinni Áshóll, lóð nr. 2 og í lið 2. á sama fundi er veitt byggingarleyfi vegna einbýlishúss á lóðinni Sæland 8, Grenivík.

4.  Fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, dags. 4. sept. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

5.  Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 14. ágúst 2020.

            Fundargerð lögð fram.

6.  Fundargerðir stjórnar Flokkunar ehf. og aðalfundar, dags. 28. ágúst 2020.

            Fundargerðir lagðar fram.

7.  Aðalskipulag Grýtubakkahrepps, breyting.

            a.  Breyting aðalskipulags, breytt landnotkun

            Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að taka u.þ.b. 10 ha. lands úr landbúnaðarnotkun, norðvestan í Þengilhöfða (nefnt Skæla) í landi Grenivíkur, sbr. fyrirliggjandi skipulagsuppdrátt.  Áform eru um nýtingu landsins til uppbyggingar ferðaþjónustu.  Sveitarstjórn felur jafnframt sveitarstjóra að senda landbúnaðarráðherra fyrir sína hönd beiðni um lausn landsins úr landbúnaðarnotkun sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

            b.  Breyting aðalskipulags, auglýsingar og umsagnir

Auglýsingartímabili breytingartillögu á Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 lauk 22. júlí sl. og bárust tvö erindi vegna tillögunnar. Sveitarstjórn afgreiðir erindin í þeirri röð sem á eftir fer:

  1. erindi, Sendandi: Minjastofnun.

Sendandi gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna en ítrekar að framkvæmdaraðili skuli skrá fornleifar á skipulagssvæðinu áður en deiliskipulag öðlast gildi.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn er meðvituð um að framkvæmdaraðila beri að skrá fornminjar samhliða deiliskipulagsvinnu.

  1. erindi, sendandi: Vegagerðin.

1. athugasemd: Sendandi bendir á að miðað við lýsingu í aðalskipulagstillögu geti bratti á vegi valdið vandræðum í vetrarfærð og mögulega þurfi að setja vegrið á veginn. Miðað við þá þjónustu sem vegurinn á að tengjast telur sendandi jákvætt að þeim möguleika sé haldið opnum að vegurinn verði tvíbreiður.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

2. athugasemd: Sendandi bendir á að ef óskað verði kostnaðarþáttöku Vegagerðarinnar vegna vegavinnu eða verði þess óskað að tengivegur verði tekinn inn á vegaskrá þurfi að vinna framkvæmdina í samráði við Vegagerðina og með hennar samþykki frá upphafi.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

Sveitarstjórn samþykkir auglýsta aðalskipulagstillögu óbreytta skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsins skv. 2. mgr. sömu lagagreinar.

 

8.  Erindi frá Berglindi Bergvinsdóttur og Sveini Fannari Ármannssyni, nafn á lóð, dags. 2. sept. 2020

            Sveitarstjórn samþykkir nafnið Bergland, á lóð nr.2 Áshóli.

9.  Erindi frá Aflinu, styrkbeiðni v. 2021, dags. 1. sept. 2020.

            Sveitarstjórn gerir ráð fyrir að styrkja Aflið um svipaða upphæð og verið hefur undanfarin ár, á árinu 2021 og vísar erindinu til fjárhagsáætlunagerðar.

10.  Erindi frá Umboðsmanni barna, ungmennaráð sveitarfélaga, dags. 26. ágúst 2020.

            Sveitarstjóra falið að vinna að stofnun ungmennaráðs Grýtubakkahrepps.

11.  Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, varðar samninga sveitarfélaga, dags. 24. ágúst 2020.

            Vinna er hafin við að uppfæra samþykktir Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs., aðrar athugasemdir snúa að samningum sem Akureyrarbær er aðili að og hefur forgöngu um að uppfæra.

12.  Boð á aðalfund Vélsmiðjunnar Víkur ehf., verður haldinn 17. sept. 2020.

            Fjóla V. Stefándóttir fer með umboð hreppsins á fundinum.

13. Leikskólinn Krummafótur, skólamáltíðir.

            Farið yfir drög að samningi við Mathús Grenivíkur ehf. um hádegismat fyrir leikskólann.  Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

Margrét Melstað vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.20:00.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.