Sveitarstjórnarfundur nr. 418

24.08.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 418

Mánudaginn 24. ágúst 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Þórarinn Ingi Pétursson og Gísli Gunnar Oddgeirsson.  Gísli kom í stað Gunnars B. Pálssonar sem var forfallaður.

Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Þórarinn Ingi hefur nú lokið leyfi og tekið sæti í sveitarstjórn á ný og Gísli aftur fyrsti varamaður. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 12. ágúst 2020.

            Fundargerð lögð fram.

2.  Fundargerðir afgreiðslufunda Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, dags. 5. júní og  25. júní 2020.

Fundargerðir lagðar fram, í fundargerð frá 25.júní í lið nr. 1 fær Grýtubakkahreppur byggingarleyfi vegna framkvæmda við Grenivíkursundlaug.

3.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 19. ágúst 2020.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 15. júlí 2020.

            Fundargerð lögð fram.

5.  Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 5. júní 2020.

            Fundargerð lögð fram.

6.  Fundargerðir Kjörstjórnar Grýtubakkahrepps, dags. 18. júní og 27. júní 2020.

            Fundargerðir lagðar fram.

7.  Göngur og réttir 2020, reglur vegna covid-19.

            Sveitarstjórn staðfestir reglur fyrir göngur og réttir að fyrirmælum Almannavarna, gangnamenn viðhafi smitgátt samkvæmt reglum vegna covid-19, ekki verði gist í fjallaskálum nema óhjákvæmilegt þyki. Gæsla verður við réttir og einungis þeir fá aðgang sem erindi eiga vegna réttarstarfa. Sóttvarnarfulltrúi hreppsins verður Fjóla V.Stefánsdóttir.

Sveitarstjórn felur fjallskilastjóra að framfylgja reglum vegna covid-19.

8.  Erindi frá SSNE vegna opnunar Kvennaathvarfs á Akureyri, styrkbeiðni, dags. 24. júní 2020.

             Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til opnunar Kvennaathvarfsins, kr. 30.282,- þessi upphæð rúmast innan fjárhagsáætlunar.

9.  Erindi frá Jóhanni Karli Sigurðssyni, v. útgáfu á sögu blaðsins Dags, dags. 19. ágúst 2020.

            Sveitarstjórn hafnar erindinu.

10.  Erindi frá bókaútgáfunni Hólum, Látra-Björg endurútgáfa, dags. 9. júlí 2020.

            Erindinu vísað til Sæness ehf.

11.  Ungt fólk og lýðræði, ráðstefna kynningarbréf, dags. 17. ágúst 2020.

            Kynningarbréf lagt fram.

12.  Rjúpnalandið í Hvammi.

Ákveðið að bjóða út rjúpnaveiði í Hvammslandi í haust með sama sniði og hefur verið.

Oddviti leitar afbrigða til að taka mál nr. 13. á dagskrá. 

Afbrigði samþykkt.

13. Erindi frá Bjarna Arasyni vegna byggingaframkvæmda, dags. 23. ágúst 2020.

            Fyrir fundinum liggur erindi frá Bjarna Arasyni sem sækir um leyfi fyrir 15 fm viðbyggingu við bílskúr við Ægissíðu 29 sbr. skissu sem erindinu fylgir.

Sveitarstjórn samþykkir byggingarreit fyrir viðbyggingu skv. gögnum sem erindinu fylgja en bendir málshefjanda á að tilkynna beri framkvæmdina til byggingarfulltrúa skv. gr. 2.3.5 h. í byggingarreglugerð.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.20:25.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.