Sveitarstjórnarfundur nr. 417

22.06.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 417

Mánudaginn 22. júní 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson en Haraldur Níelsson fjarverandi, í hans stað mætti Arnþór Pétursson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 12. júní 2020.

            Fundargerð lögð fram.  Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókun um hjúkrunarheimili í dagskrárlið nr. 11.

2.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 10. júní 2020.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, dags. 11. júní 2020.

            Fundargerð lögð fram, fjárhagsáætlun staðfest.  Ársreikningur skólans lagður fram.

4.  Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 9. júní 2020.

            Fundargerð lögð fram.  Sveitarstjórn lýsir ánægju með hve vel skólastarf í leikskóla og grunnskóla gekk á tímum Covid-19 og þakkar starfsfólki fyrir góð störf.

5.  Skólaskýrsla Grenivíkurskóla 2019-2020.

            Skólaskýrsla lögð fram.

6.  Erindi frá Umhverfisstofnun, auglýsing rekstrarleyfis fyrir Víkurlax ehf., framlenging, dags. 16. júní 2020.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

7.  Erindi frá Berglindi Bergvinsdóttur og Sveini Fannari Ármannssyni, byggingareitur á frístundalóð að Áshóli, dags. 16. júní 2020.

            Sveitarstjórn staðfestir byggingareit skv. fyrirliggjandi uppdrætti.

8.  Erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, friðun Eyjafjarðar fyrir sjókvíaeldi?, dags. 10. júní 2020.

            Sveitarstjórn telur ekki forsendur til að taka endanlega ákvörðun af eða á um friðun Eyjafjarðar á þessu stigi.  Sveitarstjórn hvetur til þess að ákvörðun verði frestað í 5 til 10 ár á meðan meiri reynsla fæst af eldi annarsstaðar við Ísland.  Á þeim tíma verði gert skipulag haf- og strandsvæða fyrir Eyjafjörð, þar sem tekið verði tillit til sem flestra sjónarmiða og hagsmuna.  Vísað er einnig í fyrri bókanir sveitarstjórnar frá 4. maí og 8. júní 2020.

9.  Erindi frá Sambandi ísl sveitarfélaga, beiðni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna álagningar fasteignaskatts 2021, dags. 16. júní 2020.

            Sveitarstjórn hefur erindið í huga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

10.  Erindi frá Árna Dan Ármannssyni, fuglaskoðunarhús að Rimum, dags. 7. júní 2020.

            Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

11.  Boð á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri, haldinn 30. júní 2020.

            Guðrún Kristjánsdóttir fer með umboð hreppsins á fundinum.

Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá lið nr. 12.

            Afbrigði samþykkt.

12.  Erindi frá Sýslumanni, umsókn um rekstrarleyfi veitinga fyrir Mathús Grenivíkur ehf., dags. 15. júní 2020.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

            Margrét Melstað víkur af fundi undir þessum lið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.19:30.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.