Sveitarstjórnarfundur nr. 416

08.06.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 416

Mánudaginn 8. júní 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Uppbygging í ferðaþjónustu, Björgvin Björgvinsson mætir á fundinn.

            Farið yfir stöðu á uppbyggingaráformum á Skælu.

2.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 20. maí 2020.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerðir stjórnar SSNE, dags. 8. apríl, 6. maí og 2. júní 2020.

            Fundargerðir lagðar fram.

4.  Fundargerð SSNE, fundur með þingmönnum og sveitarstjórum, dags. 15. maí 2020.

            Fundargerð lögð fram.

5.  Fundargerðir SSNE, fundir með sveitarstjórum 8. maí og 29. maí 2020.

            Fundargerðir lagðar fram.

6.  Fundargerð aðalfundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og skýrsla stjórnar, dags. 20. maí 2020.

            Fundargerð lögð fram.

7.  Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 5. maí, 8. maí og 13. maí 2020.

            Fundargerðir lagðar fram.

8.  Fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 8. maí 2020.

Fundargerð lögð fram, í lið nr.10 er umræða um möguleika á meiri afkastagetu Reykjaveitu, sveitarstjórn vísar til fyrri bókanna.

9.  Frá samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, ársreikningur 2019.

            Ársreikningur lagður fram til kynningar.

10.  Erindi frá Sýslumanni, umsókn um rekstrarleyfi gistingar, Pólarhestar ehf., dags. 5. júní 2020.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

11.  Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga, haldinn 12. júní 2020.

            Þröstur Friðfinnsson fer með umboð hreppsins á fundinum.

12.  Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga v. covid-19, dags. 14. maí 2020.

            Lagt fram.

13.  Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, greining á fjármálum sveitarfélaga v. covid-19, dags. 25. maí 2020.

            Lagt fram.

14.  Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og Samorku, átak í fráveitumálum, dags. 2. júní 2020.

            Lagt fram.

15.  Kjörskrá vegna forsetakosninga 2020.

            Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að yfirfara kjörskrá, staðfesta hana og leggja fram í umboði sveitarstjórnar þegar hún berst.

16.  Laun í Vinnuskóla Grýtubakkahrepps sumarið 2020.

            Laun með orlofi sumarið 2020 verða þannig:

                        Dagvinna        Yfirvinna

14 ára              kr. 893,03        kr. 1.507,98

15 ára              kr. 1.034,03     kr. 1.746,08

16 ára              kr. 1.527,54     kr. 2.579,45

Taflan tekur breytingum með kjarasamningum.

Launatafla v/vinnuskólans samþykkt.

Fjóla V. Stefánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

17.  Fiskeldi í Eyjafirði;

  • Erindi frá 20 þjónustuaðilum í ferðaþjónustu
  • Erindi frá 119 landeigendum við austanverðan Eyjafjörð og í Fnjóskadal
  • Frá SSNE, bréfaskriftir við Hafrannsóknarstofnun
  • Ályktun frá SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi
  • Erindi frá Ella Steinari, fiski- auðlinda- og sjávarútvegsfræðíngi
  • Bókanir sveitarstjórna við fjörðinn

Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókun sína um efasemdir um sjókvíaeldi í Eyjafirði. Sveitarstjórn leggur áherslu á að hagsmunir annarra atvinnugreina séu virtir og full virðing borin fyrir náttúru Eyjafjarðar til framtíðar.

18.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2020 lagður fram, síðari umræða.

            Lagður fram ársreikningur 2019, ásamt endurskoðunarskýrslu, skuldbindingayfirliti og staðfestingarbréfi stjórnenda.

Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:

                                               Sveitarsjóður A hluti             A og B hluti saman

Rekstrartekjur alls                              428.344                                  580.634

Rekstrargjöld alls                               441.791                                  565.132

Fjám.tekjur og (fjármagnsgjöld)             1.112                                    (8.381)

Rekstrarniðurstaða (neikvæð)           (12.335)                                      7.121

Eigið fé í árslok                                                                                 454.718  (62,4%)

Ársreikningur samþykktur og undirritaður, skuldbindingayfirlit einnig undirritað.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.21:42.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.