Sveitarstjórnarfundur nr. 415

18.05.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 415

Mánudaginn 18. maí 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 8. maí 2020.

            Fundargerð lögð fram.                                  

2.  Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 11. maí 2020.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 6. maí 2020.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 6. maí 2020.

            Fundargerð lögð fram.

5.  Fundargerð aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 13. maí 2020.

            Fundargerð lögð fram.

6.  Fundargerð afgreiðslufundar SBE, dags. 8. maí 2020.

            Fundargerð lögð fram.

7.  Fundargerð fundar SSNE með sveitarstjórum, dags. 30. apríl 2020.

            Fundargerð lögð fram.

8.  Fundarboð á aðalfund Greiðrar leiðar ehf, haldinn 27. maí 2020.

            Þröstur Friðfinnsson fer með umboð hreppsins á fundinum.

9.  Fundarboð á aðalfund Sparisj. Höfðhverfinga, haldinn 28. maí 2020.

            Fjóla V. Stefánsdóttir fer með umboð hreppsins á fundinum.

10.  Skipun fulltrúa á þing SSNE til loka kjörtímabils.

Þröstur Friðfinnsson og Margrét Melstað verða aðalmenn og Fjóla V.Stefánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson sem varamenn.

11.  Túngata 9a, sala íbúðar.

Eitt tilboð barst í íbúðina að upphæð kr. 13.300.000,-. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu.

Fjóla V. Stefánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

12.  Umsóknir um lóðir við Sæland.

            Samþykkt að úthluta eftirtöldum lóðum við Sæland til:

            Lóð nr. 6 - Ingólfur Ásgeirsson

            Lóð nr. 8 - Árni Páll Jóhannsson og Svala Fanney Njálsdóttir

13.  Frá markaðsstofu Norðurlands, sögutengd ferðaþjónusta, kynning, dags. 4. maí 2020.

            Lagt fram til kynningar.

14.  Erindi frá Sjávarútvegsskóla unga fólksins, styrkbeiðni, dags. 4. maí 2020.

            Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000,-.

15.  Ísland ljóstengt, aukaúthlutun 2020.

Sveitarstjórn ákveður að sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs til að ljúka ljósleiðaravæðingu í hreppnum.

            Gunnar B. Pálsson vék af fundi undir þessum lið.

16.  Jafnlaunastefna Grýtubakkahrepps.

            Jafnlaunastefna Grýtubakkahrepps lögð fram, sveitarstjórn staðfestir stefnuna.

17.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2019 lagður fram, fyrri umræða.

            Farið yfir ársreikninginn, fyrri umræðu lokið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:07

Margrét Melstað ritaði fundargerð.