Sveitarstjórnarfundur nr. 412

06.04.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 412

Mánudaginn 6. apríl 2020 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps til fundar í fjarfundabúnaði, skv. heimild í auglýsingu ráðherra dags. 18. mars 2020, stýrt frá skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þátt tóku; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig tók sveitarstjóri þátt í fundinum.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:              

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. mars 2020.

    Lagt fram.

2.  Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 31. mars 2020 og afgreiðsla breytingartillögu.

    Fundargerð lögð fram.

            Tekin fyrir afgreiðsla svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 31. mars 2020 á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku.  Tillagan var auglýst 21. janúar 2020 með athugasemdafresti til 6. mars 2020.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir afgreiðslu svæðisskipulagsnefndar og felur nefndinni, að fengnu samþykki annarra sveitarstjórna á skipulagssvæðinu, að senda Skipulagsstofnun breytingartillöguna til staðfestingar sbr. ákvæði 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.  Fundargerð stjórnar Hafnasaml. Norðurlands, dags. 1. apríl 2020.

    Lagt fram.

4.  Fundargerð Skipulags- og byggingarfulltrúa, afgreiðslufundur, dags. 20. mars 2020.

    Lagt fram.

5.  Fundargerð Almannavarnanefndar Nl. Eystra, dags. 25. mars 2020.

    Lagt fram.

6.  Erindi frá Samb. Ísl. sveitarf., ýmsar aðgerðir v. Covid-19, dags. 23. mars, 31. mars og 2. apríl 2020. 

    Lagt fram.

7.  Covid-19, viðspyrna og aðgerðir Grýtubakkahrepps.

    Farið yfir helstu aðgerðir sem sveitarsjórn hefur þegar gripið til, vegna skerðingar á þjónustu stofnana hreppsins. Sveitarstjórn samþykkir að stofna Viðspyrnusjóð vegna covid-19 í samstarfi með Sænesi ehf. Sveitarstjóra falið að ljúka útfærslu sjóðsins í samráði við stjórnarformann Sæness ehf. 

Gísli Gunnar Oddgeirsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

8.  Frá SSNE, frestun aðalfundar, dags. 31. mars 2020.

    Lagt fram.

9.  Skýrslan Uppbygging innviða, febrúar 2020, í samráðsgátt.

    Gengið frá umsögn um Innviðaskýrslu, sveitarstjóra falið að senda í samráðsgátt.

10.  Skýrsla Flugklasans Air 66N, dags. 31. mars 2020.

    Lagt fram.

11.  Erindi frá Gásakaupstað ses, dags. 24. mars 2020.

    Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að lögð verði fram tillaga á aukaaðalfundi um slit á Gásakaupstað ses.

12.  Erindi frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, dags. 2. apríl 2020.

   Lagt fram.

13.  Erindi frá Landssambandi eldri borgara, ályktun, dags. 25. mars 2020.

    Lagt fram.

14.  Snjóflóð við Laufás í vetur og síðustu vetur, varnir og viðbrögð.

    Sveitarstjóra falið að senda erindi til ofanflóðasjóðs.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.19:16

Margrét Melstað ritaði fundargerð.