Sveitarstjórnarfundur nr. 409

24.02.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 409

Mánudaginn 24. febrúar 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þórarinn Ingi Pétursson fjarverandi, Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað, aðrir aðalfulltrúar mættir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:                                              

1.  Skipulagsmál.

            Vigfús Björnsson skipulagsfulltrúi og Árni Ólafsson arkitekt komu á fundinn.

  1. a.      Aðalskipulag Grýtubakkahrepps 2010 -2022, breyting.

Árni Ólafsson kynnti og fór yfir tillögur að breyttu aðalskipulagi, vegna breyttrar landnýtingar á Þengilhöfða.

  1. b.      Deiliskipulag, Ægissíða vesturhluti.

Farið yfir forsendur og Árna Ólafssyni falið að vinna deiliskipulag fyrir Ægissíðu, vesturhluta.

     1. c.      Deiliskipulag, Sunnuhlíð.

      Deiliskipulagið var auglýst með athugasemdafresti til 18. desember s.l.  Eftirfarandi er yfirlit yfir þær athugasemdir sem bárust og bókanir sveitarstjórnar um viðbrögð við hverri;

  1. Vegagerðin.

Engar athugasemdir komu, gefur ekki tilefni til bókunar.

     2. Minjastofnun.

Sendandi bendir á að á lóð nr. 4 sé gamalt vatnsból sem nálgast 100 ára aldur og verði þar með friðað skv. lögum.  Bent á að vel færi á því að vatnsbólið yrði varðveitt áfram sem minjar um sögu Grenivíkur.  Bókun;  Sveitarstjórn samþykkir að bæta skuli skilmála um að gömlu vatnsbóli skuli ekki raskað á lóð nr. 4 við greinargerð deiliskipulags fyrir Sunnuhlíð. 

Sendandi bendir á að í kafla 2.4 í greinargerð sé vísað í lög sem fallin eru út gildi (Þjóðminjalög) og til stofnunar sem ekki er til (Fornleifavernd ríkisins).  Bókun:  Sveitarstjórn samþykkir að texti greinargerðar verði leiðréttur í samræmi við ábendingar sendanda.

Sendandi bendir á að bæta beri gömlu vatnsbóli Grenivíkur (skráning nr. SÞ-056:015 í fornleifaskráningu frá 2006) í kafla 3.3.6 í greinargerð deiliskipulags.  Bókun; Sveitarstjórn samþykkir að texti greinargerðar verði leiðréttur í samræmi við ábendingar sendanda.

Annað gefur ekki tilefni til bókunar.

     3. Umhverfisstofnun.

Sendandi fer fram á að vísað verði í reglugerð um fráveitu og skólp nr. 798/1999 í texta greinargerðar.  Bókun;  Sveitarstjórn samþykkir að tilvísun í reglugerð um fráveitu og skólp nr. 798/1999 verði bætt við texta greinargerðar deiliskipulagsins.

    4. Stefán Jóhannesson.

Sendandi leggur til að eftirfarandi texta verði bætt við umfjöllun um gróður á skipulagssvæðinu í kafla 3.1-3 í greinargerð deiliskipulags: „Almenn ákvæði um 2,5 m hæð á runnum og öðrum gróðri eru hugsuð til að tryggja að útsýni til suðurs og vesturs haldist.“  Bókun;  Sveitarstjórn samþykkir að texta greinar 3.1-3 í greinargerð sé breytt í samræmi við tillögu sendanda.

    5. Norðurorka.

Sendandi bendir á að Reykjaveita, sem sér Grýtubakkahreppi fyrir heitu vatni, er komin að þolmörkum á álagstímum og er því alls óvíst að hægt sé að bæta við notendum sem valdið geta truflunum á álagstímum. Án kostnaðarsamra aðgerða til að auka flutningsgetu veitunnar á álagstímum er varhugavert að auka notkun sem fellur saman við álagstíma veitunnar.  Bókun;  Sveitarstjórn hefur þegar sent Norðurorku erindi varðandi stöðu Reykjaveitu, enda ótækt að skortur á heitu vatni hamli uppbyggingu.  Sveitarstjórn ætlast til að Norðurorka grípi til viðeigandi ráðstafana til að tryggja nægjanlegt vatn til framtíðar.

Sveitarstjórn samþykkir svo breytta deiliskipulagstillögu í samræmi við 3.mgr. 41.gr skipulagslaga nr.123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins í samræmi við 42.gr skipulagslaganna.           

2.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 31. jan. 2020.

Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir lið nr. 18 sem fjallar um rekstrarvanda hjúkrunarheimila.

3.  Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 12. febr. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerð Almannavarnarnefndar Eyjafj., dags. 6. jan. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

5.  Fundargerð afgreiðsluf. Skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 7. febr. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

6.  Fundargerðir stjórnar Hafnasamlags Norðurl., dags. 29. jan. og 19. febr. 2020.

            Fundargerðir lagðar fram.

7.  Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurl., dags. 22. jan. og 5. febr. 2020.

            Fundargerðir lagðar fram.

8.  Greið leið ehf., boð á aukaaðalfund, haldinn 25. febr. 2020.

            Sveitarstjóri fer með umboð hreppsins á fundinum.

9.  Erindi frá UMFÍ, ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“, 1.-3. apríl 2020.

            Lagt fram.

10.  Erindi frá félögum í Félagi húsbílaeigenda og 4x4, varðar lög um náttúruvernd og heimild til að nátta, dags. 18. febr. 2020.

            Sveitarstjórn styður ekki erindið. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

11.  Erindi frá SSNE, ósk um aukaframlag vegna dómsáttar Eyþings, dags. 7. febr. 2020.

Sveitarstjórn samþykkir aukaframlag vegna dómssáttar, kr. 180.351,-, sem rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar og verður viðauki gerður síðar. Áður samþykkt með tölvupóstum.

12.  Erindi frá sóknarnefnd, varðar snjómokstur í Laufási, dags. 4. febr. 2020.

            Erindinu hafnað.

13.  Frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, varðar íbúalágmark ofl.

Sveitarstjórn hefur staðfest ítarlega umsögn um frumvarpið og verður hún birt á heimasíðu og send í samráðsgátt.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:54.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.