Sveitarstjórnarfundur nr. 408

03.02.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 408

Mánudaginn 3. febrúar 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þórarinn Ingi Pétursson fjarverandi, Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað, aðrir aðalfulltrúar mættir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:                                              

1.  Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 29. nóv og 13. des. 2019.

            Fundargerðir lagðar fram.

2.  Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, boðun landsþings, 26. mars 2020.

            Fjóla V. Stefánsdóttir sækir landsþingið ásamt sveitarstjóra.

3.  Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagur leikskólans, 6. febrúar 2020.

            Lagt fram til kynningar.

4.  Erindi frá SSNE, Náttúruvernd og efling byggða, dags 24. jan. 2020.

            Lagt fram til kynningar.

5.  Þjónustusamningar við Akureyrarbæ.

            Sveitarstjóra falið að ganga frá þjónustusamningum við Akureyrarbæ.

6.  Erindi frá HSÞ, skýrsla um starf HSÞ, dags. 23. jan. 2020.

            Erindi lagt fram.

7.  Reglur um viðbótargáma undir úrgang.

Sveitarstjórn staðfestir reglur um viðbótargáma og verða þær birtar á heimasíðu hreppsins.

8.  Málefni vatnsveitu og hitaveitu.

Sveitarstjóra falið að senda erindi til Norðurorku vegna hitaveitu. Það er ekki ásættanlegt að vatnsskortur hamli atvinnuuppbyggingu. Sveitarstjórn reiknar með að Norðurorka sinni vel þörfum atvinnulífs í hreppnum til framtíðar.

Þrátt fyrir uppbyggingu vatnsbóla á síðustu árum, gæti þurft frekari öflun neysluvatns ef kemur til verulegrar nýrrar atvinnuuppbyggingar.

Sveitarstjóra falið að vinna að skoðun á möguleikum til frekari vatnsöflunar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:20.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.