Sveitarstjórnarfundur nr. 407

20.01.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 407

Mánudaginn 20. janúar 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þórarinn Ingi Pétursson fjarverandi, Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað, aðrir aðalfulltrúar mættir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:                                              

1.  Kynning, innheimtuþjónustan Motus.

Anna María og Sveinn frá Motus fóru yfir helstu ferla innheimtuþjónustunnar og hvaða ávinningur væri fyrir hreppinn að nýta þessa þjónustu.

2.  Erindi frá Sýslumanni, v. rekstrarleyfis fyrir Hestanet ehf., dags. 8. jan. 2020.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna.

3.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, um samfélagslega ábyrgð og stuðning við stjórnmálaflokka, dags. 17. jan. 2020.

            Lagt fram til kynningar.

4.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, kynnisferð samtaka orkusveitarfélaga til Noregs, dags. 15. jan. 2020.

            Lagt fram til kynningar.

5.  Reglur um frístundastyrk 2020.

            Sveitarstjórn samþykkir reglur um frístundarstyrk fyrir börn á grunnskólaaldri.

Upphæð frístundarstyrks fyrir 2020 er kr. 30.000,- á barn.

6.  Húsnæðisstuðningur v. námsmanna 15 – 17 ára, 2020.

Húsnæðisstuðningur Grýtabakkahrepps vegna þessa aldurs verður áfram óbreyttur og er 50% af leigufjárhæð en samt að hámarki kr. 25.000,- á mánuði.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:45.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.