Sveitarstjórnarfundur nr. 406

06.01.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 406

Mánudaginn 6. janúar 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:                                              

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 13. des. 2019.

Fundargerð lögð fram, í lið 9 eru Viðbrögð við minnisblaði sem unnið var fyrir Grýtubakkahrepp. Sveitarstjórn þykir miður hvernig sambandið tekur á þessum málum og bíður eftir viðbrögðum sambandsins við erindi sveitarstjórnar síðan 16.des. 2019.

2.  Fundargerð aðalfundar Eyþings, dags. 15.-16. nóv 2019.

            Lagt fram.

3.  Fundargerð stjórnar AFE dags. 13. des. 2019.

            Fundargerð lögð fram.

Í fundargerðinni bókar stjórn AFE eftirfarandi vegna aðstæðna sem sköpuðust í óveðrinu sem gekk yfir í desember;

„Stjórn AFE lítur atburði síðustu sólarhringa grafalvarlegum augum og harmar að opinberir innviðir samfélagsins hafi brugðist í því veðuráhlaupi

sem nú gekk yfir. Þessi staða ætti ekki að koma á óvart, í yfir áratug hefur verið bent á nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku. Öryggi íbúa, hvar svo

sem þeir búa, þarf að vera forgangsmál þjóðarinnar. Ótryggt raforkukerfi og innviðir skapa aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar í nútíma samfélagi.”

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir þessa bókun.

Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að flytja höfuðstöðvar Rarik inn á starfssvæði Rarik, t.d. á Norðurland, enda er það í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda að flytja opinber störf út á land.

4.  Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, dags. 12. maí., 11. sept., 16. okt. og 20. nóv. 2019.

            Fundargerðir lagðar fram.

5.  Ársskýrslur Héraðsskjalasafnsins á Akureyri, 2017 og 2018.

            Lagðar fram.

6.  Landsskipulag; Samantekt um skipulag vindorkunýtingar.

            Lagt fram til kynningar.

7.  Erindi frá Eyþingi;  Upplýsingar um ný landshlutasamtök.

            Lagt fram.

8.  Erindi frá Bessa Skírnissyni, varðar raflínumál eftir óveður í desember.

Lagt fram og sveitarfélagið hefur komið athugasemdum og óskum á framfæri við Rarik. 

9.  Úthlutun Byggðakvóta 2019/2020.

            Með bréfi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis dags. 6. des. 2019 (barst 30.des.), er byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020 úthlutað til Grýtubakkahrepps, samtals 171 þorskígildistonnum.

Þar sem afla Grenivíkurbáta er almennt landað annarsstaðar og ekið til vinnslu á Grenivík, samþykkir sveitarstjórn að eftirfarandi sérreglur gildi um úthlutun byggðakvóta hreppsins:

57 tonnum, eða 1/3 hluta kvótans, skal deila jafnt milli þeirra skipa sem sækja um byggðakvóta og eiga heimahöfn í Grýtubakkahreppi.

114 tonnum, eða 2/3 hlutum kvótans, skal skipta í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fiskveiðiárið 2019/2020.

Að öðru leyti fer eftir reglugerð um úthlutun byggðakvóta nr. 676/2019. 

10.  Samgönguáætlun 2020-2024.

  • Sveitarstjórn lýsir ánægju með framlög til sjóvarna við Grenivík í samgönguáætlun.
  • Sveitarstjórn leggur áherslu á að fjármunir verði tryggðir til uppbyggingar Akureyrarflugvallar.
  • Sveitarstjórn ítrekar fyrri óskir um uppbyggingu vegar um Dalsmynni og Fnjóskadal sem er orðinn og verður enn frekar mikilvæg ferðamannaleið, auk þess að vera vegur í byggð.

11.  Erindi frá Braga Þór Thoroddssen, sveitarstjóra Súðavíkur, varðar samstöðu lítilla sveitarfélaga, dags. 20. des. 2019.

Sveitarstjórn hvetur til samstöðu minni sveitarfélaga til að verja sjálfsákvörðunarrétt íbúanna í sameiningarmálum.          

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.15.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.