- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 405
Fimmtudaginn 12. desember 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Þórarinn Ingi Pétursson og Margrét Melstað fjarverandi, Gísli Gunnar Oddgeirsson og Arnþór Pétursson mættir í þeirra stað, aðrir aðalfulltrúar mættir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. nóv. 2019.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 27. nóv. 2019.
Fundargerðin lögð fram
3. Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 9. okt. og 23. okt. 2019.
Fundargerðir lagðar fram.
4. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 27. nóv. 2019.
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð byggingarnefndar, dags. 25. nóv. 2019.
Fundargerðin lögð fram. Í fundarlið nr. 1 fær Gjögur hf. Byggingaleyfi fyrir nýjan lausfrysti.
6. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 26. nóv. 2019.
Fundargerðin lögð fram. Í henni er beint erindi til sveitarsjórnar um barnvænt samfélag. Sveitarstjórn tekur málið til umræðu. Þörf er á frekari skoðun og verður það áfram til umræðu hvort sveitarfélagið geti gripið til frekara aðgerða í þessa veru en þegar hefur verið gert.
7. Fundargerð bókasafnsnefndar, dags. 25. nóv. 2019.
Fundargerðin lögð fram.
8. Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa, breyting á afgreiðslu byggingarleyfa, síðari umræða.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að leggja niður sameiginlega byggingarnefnd Eyjafjarðar og samþykktir/samning um nefndina þannig;
1. gr. Sameiginleg byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis skal lögð niður.
2. gr. Samþykkt um afgreiðslur sameiginlegrar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis,
birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 17. apríl 2013, nr. 420/2013, skal felld niður.
3. gr. Samþykkt þessi tekur gildi þegar öll samstarfssveitarfélögin hafa samþykkt
hana og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur látið birta hana í Stjórnartíðindum.
9. Erindi frá HSÞ, rekstrarsamningur, dags. 15. nóv. 2019, framhald umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir að gera rekstrarsamning við HSÞ til eins árs, fyrir árið 2020, kr. 640 pr. íbúa. Er innan ramma fjárhagsáætlunar.
10. Erindi frá sýslumanni, áfengisleyfi vegna þorrablóts, dags. 26. nóv. 2019.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
11. Erindi frá Aflinu, samtökum, styrkbeiðni, dags. 6. des. 2019.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Aflið um kr. 45.000,- á árinu 2020, er innan ramma fjárhagsáætlunar.
12. Fundur um þjónustusamninga sveitarfélaga við Akureyri, haldinn 3. des. 2019.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá nýjum samningum á sama grunni og þeir sem eru útrunnir eða að renna út.
13. Grenilundur, persónuverndarstefna.
Persónuverndarstefna Grenilundar lögð fram og staðfest.
14. Hlutverk Sambands ísl. sveitarfélaga og framkvæmd landsþings, minnisblað Ólafs R. Ólafssonar hrl. dags. 6. des. 2019.
Lagt fram minnisblað um hvort það samrýmist hlutverki Sambands íslenskra sveitarfélaga að álykta um 1000 íbúa lágmarksstærð sveitarfélga og afgreiðslu tillögu á landsþingi þess.
Sveitarstjóra falið að senda álitið til sambandsins og þingmanna, og ítreka jafnframt bókun sveitarstjórnar frá 23. september 2019.
15. Fjárhagsáætlun 2019, viðauki 1.
Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019:
Áætluð rekstrarniðurstaða A + B hluta breytist ekki.
Handbært fé var áætlað þúskr. 37.690 en verður með viðauka þúskr. 22.390.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann.
16. Fjárhagsáætlun 2020 – 2023, síðari umræða, framhald.
Fjárhagsáætlun 2020 – 2023, lykiltölur:
A-hluti sveitarsjóðs:
Í þúsundum kr. 2020 2021 2022 2023
Rekstrartekjur 431.858 440.482 449.279 458.251
Rekstrargjöld 428.587 437.511 446.265 454.542
Fjármagnsliðir 905 45 424 764
Rekstrarniðurstaða 4.176 3.016 3.438 4.474
Fjárfestingarhreyfingar (64.944) (11.187) (17.206) (16.574)
Fjármögnunarhreyfingar 38.136 (12.170) (7.693) (9.541)
Samstæða sveitarsjóðs (A+B-hluti):
Í þúsundum kr. 2020 2021 2022 2023
Rekstrartekjur 563.352 574.606 586.085 597.794
Rekstrargjöld 550.004 561.155 572.732 583.986
Fjármagnsliðir (7.067) (7.158) (7.307) (7.389)
Rekstrarniðurstaða 6.281 6.292 6.046 6.419
Fjárfestingarhreyfingar (43.500) (34.858) (39.000) (38.500)
Fjármögnunarhreyfingar 4.519 (1.337) 1.234 (660)
Handbært fé í árslok 4.211 8.512 12.034 15.033
Fjárhagsáætlun samþykkt.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:20.
Þröstur Friðfinnsson ritaði fundargerð.