Sveitarstjórnarfundur nr. 403

11.11.2019 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 403

Mánudaginn 11. nóvember 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þórarinn Ingi Pétursson fjarverandi, Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað, aðrir aðalfulltrúar mættir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:                                              

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 25. okt. 2019.

            Fundargerð lögð fram.

2.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurl., dags. 6. nóv. 2019.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafj., dags. 7. nóv. 2019.

Fundargerðin lögð fram.  Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2020 og miðar við hana í sinni fjárhagsáætlanagerð.

4.  Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar, skipulagstillaga og umhverfisskýrsla.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa framlagða breytingartillögu við svæðisskipulag Eyjafjarðar ásamt umhverfisskýrslu.

5.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarf., skipulag skólaaksturs, dags. 8. nóv. 2019.

            Lagt fram til kynningar.

6.  Erindi frá Umhverfisstofnun v. friðlýsingar, kynningarfundur 12. nóv. 2019.

Sveitarstjórn tilnefnir Margréti Melstað og Þórarinn Inga Pétursson í samstarfshóp um friðlýsingu svæðins Látraströnd-Náttfaravíkur.

7.  Norðurstrandarleið, handbók, dags. 7. nóv. 2019.

            Lagt fram til kynningar.

8.  Fjárhagsáætlun 2020 – 2023, síðari umræða, framhald.

            Farið yfir fjárhagsáætlun, fjárfestingaráætlun og gjaldskrár.

Síðari umræðu frestað. 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:45.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.