Sveitarstjórnarfundur nr. 401

28.10.2019 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 401

Mánudaginn 28. október 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þórarinn Ingi Pétursson fjarverandi, Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað, aðrir aðalfulltrúar mættir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Skipulagsmál.  Deiliskipulagstillaga fyrir Sunnuhlíð – frístundabyggð.

            Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi kom á fundinn og fór yfir tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina í Sunnuhlíð sem fyrir fundinum liggur.  Tillagan hefur verið uppfærð miðað við athugasemdir sem fram komu á kynningarfundi í Grenivíkurskóla þann 28. júní s.l. 

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina Sunnuhlíð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.  Fundargerðir stjórnar AFE, dags. 18. sept. og 16. okt. 2019.

            Fundargerðir lagðar fram.

3.  Fundargerðir stjórnar Hafnasamlags Norðl., dags. 16. okt. og 23. okt. 2019.

            Fundargerðir lagðar fram.

4.  Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda, haldinn á Egilsstöðum 14. nóv. n.k.

            Lagt fram.

5.  Skipulagsdagurinn, haldinn 8. nóv. 2019.

            Lagt fram.

6.  Aðalfundur Eyþings, haldinn á Dalvík 15. – 16. nóv. 2019.

Til viðbótar við áður kjörna fulltrúa og varafulltrúa er Gísli Gunnar Oddgeirsson kjörinn varafulltrúi á aðalfund Eyþings.

7.  Aukaaðalfundur AFE, haldinn á Dalvík 18. nóv. 2019.

            Margrét Melstað fer með umboð hreppsins á fundinum.

8.  Erindi frá Gunnþóri I. Svavarssyni, varðar notkun vatns úr borholu við Höfðann, dags. 20. okt. 2019.

Sveitarstjóra falið að vera í samráði við forstöðumann véla og veitna um að fara yfir málið og svara erindinu.

Haraldur Níelsson vék af fundi undir þessum lið.

9.  Erindi frá Bjarna Arasyni, varðar (bú)fjárhald á Grenivík, dags. 16. okt. 2019.

            Erindinu hafnað.

10.  Erindi frá Þorvaldi L. Sigurjónssyni, Samgönguáætlun og Akureyrarflugvöllur, dags. 23. okt. 2019.

            Sveitarstjórn tekur heilshugar undir athugasemdir Markaðsstofu Norðurlands við flugstefnu og samgönguáætlun 2020-2034.

11.  Nordregio Forum 2019, haldið 27. – 28. nóv., boð frá Samgöngu- og sveitarstj.ráðuneyti, dags. 15. okt. 2019.

            Erindið lagt fram.

12.  Fjárbeiðni Stígamóta 2020, dags. 10. okt. 2019.

            Erindinu hafnað, sveitarstjórn styrkir Aflið.

13.  Fjárhagsáætlun 2020 – 2023, fyrri umræða, framhald.

            Fyrri umræðu lokið.            

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:12.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.