Sveitarstjórnarfundur nr. 399

23.09.2019 00:00

Mánudaginn 23. september 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þórarinn Ingi Pétursson fjarverandi, Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað, aðrir aðalfulltrúar mættir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. ágúst 2019.

            Fundargerð lögð fram.                                  

2.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 18. sept. 2019.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð aðalfundar Skipulags- og byggingarfulltr. Eyjafjarðar, dags. 17. sept. 2019.

Fundargerð lögð fram. Þorgeir Finnsson ráðinn sem persónuverndarfulltrúi í áframhaldandi starf í 15% stöðuhlutfall frá 1.ágúst 2019.

4.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarf. vegna heimsmarkmiða SÞ, dags. 5. sept. 2019.

Sveitarstjórn samþykkir að verða aðili  að samstarfsvettvangi sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið SÞ.

5.  Erindi frá Guðmundi Björnssyni og Margréti Melstað, umsókn um stöðuleyfi, dags. 28. ágúst 2019.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti veitingu stöðuleyfis fyrir 60 fm. aðstöðuhúsi til eins árs.  Sveitarstjórn leggur áherslu á að frágangur og útlit verði til fyrirmyndar.

Margrét Melstað vék af fundi undir þessum lið.

6.  Erindi frá Pólarhestum ehf., umsókn um stöðuleyfi, dags. 16. sept. 2019.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að veita stöðuleyfi fyrir fjóra gáma til eins árs. Sveitarstjórn leggur áherslu á að frágangur og útlit verði til fyrirmyndar.

7.  Erindi frá Ella, félagi eldriborgara v. Gamla Skóla, framhald umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir að Elli, félag eldriborgara fái afnot af herbergi á neðri hæð í vetur.

8.  Boð á málþing um framtíð tónlistarskólanna, haldið 27. sept. 2019.

            Lagt fram.

9.  Boð á ráðstefnu um málefni barna og ungmenna, haldin 2. okt. 2019.

            Lagt fram.

10.  Boð á aðalfund Sæness ehf., haldinn 25. sept. 2019.

            Fjóla V. Stefánsdóttir oddviti fer með umboð hreppsins á fundinum.

11.  Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og samþykkt aukalandsþings Sambands ísl. Sveitarfélaga 6. sept. 2019.

            Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli.  Sambandið á að vera málsvari sveitarfélaga skv. 2. grein samþykkta þess.  Stjórn sambandsins hefur farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar og er að óbreyttu ekki lengur hægt að líta á hana sem málsvara allra sveitarfélaga.  Við þær aðstæður hlýtur sveitarstjórn að íhuga í fullri alvöru hvort rétt sé að ganga úr sambandinu og mun fara vel yfir það á næstu vikum.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:36.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.