Sveitarstjórnarfundur nr. 398

02.09.2019 00:00

Mánudaginn 2. september 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:30.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 14. ágúst 2019.

            Fundargerð lögð fram.                                  

2.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 20. ágúst 2019.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð byggingarnefndar, dags. 16. ágúst 2019.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 21. ágúst 2019.

            Fundargerð lögð fram.

5.  Boð á sjávarútvegsdaginn, haldinn 2. október 2019.

            Lagt fram.

6.  Erindi frá Samb. Ísl. sveitarfélaga, Jafnlaunavottun, dags. 15. júlí 2019.

Sveitarstjóra falið að vinna að málinu, mögulega í samstarfi við önnur sveitarfélög.

7.  Erindi frá Samtökum grænkera, áskorun vegna hamfarahlýnunar, dags. 20. ágúst 2019.

Sveitarstjórn kappkostar að bjóða upp á hollan og næringarríkan mat í mötuneytum, nýta íslenskt hráefni og hráefni úr nærumhverfi. Sú stefna er meðal annars til þess fallin að minnka kolefnisfótspor og sveitarstjórn hafnar áskorun grænkera.

8.  Boð á aðalfund Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs., haldinn 10. sept. 2019.

            Sveitarstjóri fer með umboð hreppsins á fundinum.

9.  Boð á landsfund um jafnréttismál, haldinn 4.-5. sept. 2019.

            Lagt fram.

10.  Boð á ráðstefnuna „Framtíð byggðaþróunar á Norðurlöndum“ haldin 12. sept 2019 á Akureyri.

            Lagt fram.

11.  Boð á LÝSU-rokkhátíð samtalsins, haldin 6.-7. sept. 2019 á Akureyri.

            Lagt fram.

12.  Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, framhald umræðu.

Áfram farið yfir tillöguna og eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

„Um meginmarkmið tillögunnar segir svo í henni sjálfri:

„Við mótun áætlunarinnar verði ávallt gætt að sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga.“ 

Einnig segir í henni um markmið og áherslur að:

 „Sveitarstjórnarstigið verði hornsteinn lýðræðis og mannréttinda.“ 

Þá á tillagan að miða að því:

... að styrkja lýðræðislega þátttöku íbúa og auka virkni og aðkomu þeirra að ákvarðanatöku og stefnumótun.“

Fyrir því að ganga þvert gegn þessu grunnstefi tillögunnar þyrftu að vera ríkir hagsmunir og mjög sterk rök. Svo er ekki.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps er sammála þessum megin markmiðum og hafnar alfarið lögþvingaðri sameiningu sveitarfélaga.“

            Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að ganga frá umsögn og senda í samráðsgátt.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:00.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.