Sveitarstjórnarfundur nr. 396

01.07.2019 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 396

Mánudaginn 1. júlí 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. maí 2019.

            Fundargerð lögð fram.                      

2.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 21. júní 2019.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð bygginganefndar, dags. 14. júní 2019.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerðir heilbrigðisnefndar, dags. 23.1.2019, 14.3.2019, 16.4.2019 og 28.5.2019.

            Fundargerðir lagðar fram.

5.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 25. júní 2019.

            Fundargerð lögð fram.

6.  Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 12. júní 2019.

Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að bæta við fjórða starfsdegi hjá starfsmönnum leikskólans til að sækja samskóladag.

Fræðslu- og æskulýðsnefnd óskar eftir því að sveitarstjórn setji saman starfshóp um verklag, viðbrögð og forvarnir við ofbeldi gagnvart börnum, samanber erindi frá UNICEF. Sveitarstjórn stefnir að því að skipa í hópinn með haustinu.

7.  Skólaskýrsla Grenivíkurskóla 2018-2019.

            Skýrslan lögð fram, upplýsandi og vel frá gengin.

8.  Boð á aukalandsþing Sambands ísl. sveitarfélaga, haldið 6. sept. 2019.

            Lagt fram.

9.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarf., bókun vegna erindis ASÍ, dags. 26. júní 2019.

Erindið snýst um að gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga verði hóflegar vegna „lífskjarasamninganna“. Sveitarstjórn tekur erindið til greina og bendir á að gjaldskrárhækkanir hafa hér verið hóflegar, t.d. eru leikskólagjöld óbreytt frá 1.janúar 2016.

10.  Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið SÞ.

            Lagt fram.

11.  Erindi frá Skógræktinni, landshlutaáætlanir í skógrækt, dags. 20. júní 2019.

            Erindið lagt fram.

12.  Erindi frá Flugklasanum Air 66N, dags. 31. maí 2019.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið áfram um kr. 300,- á íbúa næstu 3 árin. Verður sett inn í fjárhagsáætlun fyrir árin 2020-2022.

13.  Boð á aðalfund Vélsmiðjunnar Víkur ehf., haldinn 4. júlí 2019.

            Fjóla V. Stefánsdóttir oddviti fer með umboð hreppsins á fundinum.

14.  Húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps 2019 - 2027.

            Sveitarstjórn samþykkir framlagða húsnæðisáætlun sem unnin var af Ráðrík ehf.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:24.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.