Sveitarstjórnarfundur nr. 394

20.05.2019 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 394

Mánudaginn 20. maí 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þórarinn Ingi fjarv., Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað. Aðrir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Boð á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, haldinn 6. júní 2019.

            Sveitarstjóri fer með umboð hreppsins á fundinum.                                  

2.  Samgönguáætlun 2020-2024, erindi frá Vegagerð, dags. 8. maí 2019.

            Sveitarstjóra falið að sækja um framlög til sjóvarna á samgönguáætlun.

3.  Frumvarp um lyfjalög.

            Sveitarstjórn tekur undir umsögn Pharmarctica um lyfjalögin. Sveitarstjórn hafnar því að sérhæfð framleiðsla forskriftarlyfja lækna undir ströngu gæðaeftirliti sé bönnuð á Íslandi en innflutningur heimilaður á sömu vöru erlendis frá. Það er aðför að lyfjaöryggi á Íslandi, atvinnusköpun og þeirri sérhæfingu sem byggð hefur verið upp.

4.  Fjármálaáætlun ríkisins 2020-2024.

            Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælir harðlega þeim skerðingum á framlögum til jöfnunarsjóðs sem fram koma í framlagðri fjármálaáætlun ríkisins 2020 – 2024 og tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

5.  Framkvæmdir 2019, fjármögnun.

            Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 25.000.000,- til allt að 16 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar hluta framkvæmda áranna 2018 og 2019 skv. fjárfestingaáætlun áranna, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni kt. 260861-2479, sveitarstjóra,  veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari

6.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2018 lagður fram, síðari umræða.

Lagður fram ársreikningur 2018, ásamt endurskoðunarskýrslu, skuldbindingayfirliti og staðfestingarbréfi stjórnenda.

Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:

                                               Sveitarsjóður A hluti             A og B hluti saman

Rekstrartekjur alls                              420.945                                  552.561

Rekstrargjöld alls                               424.589                                  536.710

Fjám.tekjur og (fjármagnsgjöld)            2.292                                    (9.159)

Rekstrarniðurstaða (neikvæð)             (1.352)                                     6.692

 

Eigið fé í árslok                                                                         447.597  (59,3%)

 

Ársreikningur samþykktur og undirritaður, skuldbindingayfirlit einnig undirritað.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:20

Margrét Melstað ritaði fundargerð.