Sveitarstjórnarfundur nr. 393

13.05.2019 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 393

Mánudaginn 13. maí 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þórarinn Ingi fjarv., Margrét Melstað einnig forfölluð, Gísli Gunnar Oddgeirsson og Sigrún Björnsdóttir komu í þeirra stað. Aðrir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsv., dags. 10. maí 2019.

            Fundargerð lögð fram.                                  

2.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 8. maí 2019.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafj., dags. 4. apríl 2019.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Boð á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri, haldinn 21. maí 2019.

            Sveitarstjóri fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

5.  Boð á aðalfund Gásakaupstaðar ses, haldinn 14. maí 2019.

            Sveitarstjóri fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

6.  Lækjarvellir 4, sala íbúðar.

            Íbúðin var auglýst til sölu. Eitt tilboð barst að upphæð kr. 27.000.000,-.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá sölu íbúðarinnar á grundvelli tilboðsins.

7.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2018 lagður fram, fyrri umræða.

            Farið yfir ársreikninginn, fyrri umræðu lokið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:50

Þröstur Friðfinnsson ritaði fundargerð.