Sveitarstjórnarfundur nr. 392

29.04.2019 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 392

Mánudaginn 29. apríl 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þórarinn Ingi fjarv., Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað.  Aðrir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 11. apríl 2019.

            Fundargerð lögð fram.                                  

2.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 10. apríl 2019.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, ný lög um opinber innkaup, kynning, dags. 17. apríl 2019.

            Erindið kynnt á fundinum.

4.  Boð á aðalfund Greiðrar leiðar ehf., haldinn 30. apríl 2019.

            Samþykkt að Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri fari með umboð hreppsins á fundinum.

5.  Boð á aðalfund Hafnasamlags Norðurlands, haldinn 9. maí 2019.

Samþykkt að Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri fari með umboð hreppsins á fundinum og er skipaður sem stjórnarmaður Grýtubakkahrepps frá aðalfundi.

6.  Boð á aðalfund Sparisjóðs Höfðhverfinga, haldinn 2. maí 2019.

            Samþykkt að Fjóla V. Stefánsdóttir oddviti fari með umboð hreppsins á fundinum.

7.  Erindi frá ferðaþjónustuaðilum í Grýtubakkahreppi, dags. 9. apríl 2019.

            Erindið tekið fyrir og sveitarstjóra falið að svara því.

8.  Húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps, drög, framhald.

            Farið yfir drög að húsnæðisáætlun sem verða unnin áfram.

9.  Rekstur og fjárhagsstaða hreppsins.

            Sveitarstjóri fór yfir helstu tölur ársreiknings 2018.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:22

Margrét Melstað ritaði fundargerð.