Sveitarstjórnarfundur nr. 390

25.03.2019 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 390

Mánudaginn 25. mars 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þórarinn Ingi forfallaður vegna þingmennsku, Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað.  Aðrir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 15. mars 2019.

            Fundargerð lögð fram.

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókun stjórnar sambandsins í lið nr. 3 þar sem mótmælt er fyrirhuguðum skerðingum á fjárframlögum ríkisins til jöfnunarsjóðs á næstu árum.

2.  Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 13. mars 2019.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerðir stjórnar og aðalfundar Flokkunar Eyjafjarðar ehf., dags. 13. mars 2019.

            Fundargerðir lagðar fram.

4.  Málþing sveitarfélaganna um loftslagsmál, haldið 28. mars 2019.

            Sveitarstjóri sækir ráðstefnuna.

5.  Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga, haldinn 29. mars 2019.

            Sveitarstjóri mætir fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

6.  Boð á aukaaðalfund Eyþings, haldinn 9. apríl 2019.

            Margrét Melstað og Þröstur Friðfinnsson mæta fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

7.  Boð á aðalfund og ársfund Norðurorku, haldnir 5. apríl 2019.

            Fjóla V. Stefánsdóttir, oddviti fer með umboð hreppsins á aðalfundinum.

8.  Boð á aðalfund Símey, haldinn 10. apríl 2019.

            Þröstur Friðfinnsson fer með umboð hreppsins á fundinum.

9.  Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, almennt eftirlit með fjárfestingum, dags. 18. mars 2019.

            Erindi lagt fram.

10.  Erindi frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, varðar innkaup og notkun á innlendu hráefni, dags. 21. mars 2019.

Sveitarstjórn tekur undir erindi bréfsins og mun kappkosta að nýta íslenskt hráefni og hráefni úr nærumhverfi hér eftir sem hingað til.

11.  Erindi frá Sigurði Benediktssyni, v. Grenivíkurgleði, dags. 14. mars 2019.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að boða Sigurð til fundar um framgang málsins.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:53

Margrét Melstað ritaði fundargerð.