Sveitarstjórnarfundur nr. 389

11.03.2019 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 389

Mánudaginn 11. mars 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 22. feb. 2019.

            Fundargerð lögð fram.                      

2.  Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 22. feb. 2019.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Fundargerð fulltrúaráðs Eyþings, dags. 15. feb. 2019.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Fundargerð bygginganefndar, dags. 22. feb. 2019.

            Fundargerð lögð fram.

5.  Gjaldskrá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar 2019.

            Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

6.  Stefna varðandi skagann milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, skipun í starfshóp.

Sveitarstjórn skipar Margréti Melstað og Þórarin Inga Pétursson í sameiginlegan starfshóp Grýtubakkahrepps og Þingeyjarsveitar. Sveitarstjórn leggur til að Þórarinn Ingi kalli hópinn saman.

7.  Slökkvilið og brunavarnir við Eyjafjörð, umræða.

Rætt um brunavarnir í Grýtubakkahreppi og á Eyjafjarðarsvæðinu. Farið yfir áformaðar skipulagsbreytingar slökkviliðs Grýtabakkahrepps og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

8.  Erindi frá Stefáni Sævarssyni, lóðaruppdráttur Syðri-Grund, dags. 28. feb. 2019

Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi lóðaruppdrátt dags. 28.2.2019, fyrir lóð undir íbúðarhúsið nefnt Syðri-Grund 3.  Enda verði kvöð um aðgengi að lóðinni fyrir umferð og lagnir.

9.  Breytingar á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps, skipulagslýsing.

            Sveitarstjórn staðfestir skipulagslýsinguna og verður hún sett í kynningarferli.    

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:10

Margrét Melstað ritaði fundargerð.